Forsíða > Prentvænt

Vorprófin eru hafin

26. apríl 2006

Vorprófin eru að hefjast. Nemendur nú skiptir máli hvernig þið vinnið. Til þess að geta gert sitt besta er hægt að styðjast við nokkrar einfaldar reglur: Kynnið ykkur vel prófareglurnar. Mætið tímanlega í öll próf (5-10 mín áður en próf á að hefjast). Nýtið alltaf allan prófatímann. Skipuleggið vel lestur í hverri námsgrein. Hugið að því að fá góðan svefn. Borðið reglulega og borðið hollt. Hreyfið ykkur á hverjum degi. Sund eða góður göngutúr geta gert kraftaverk. Verið jákvæð! Með ósk um að ykkur gangi öllum sem best. Rektor

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004