Nemandi MS varð í 2. sæti í örleikritasamkeppni Þjóðleikhússins
24. apríl 2006
Ragnheiður Bárðardóttir, nemandi í 3. A varð í 2. sæti í örleikritasamkeppni Þjóðleikhússins í gærkvöldi með verk sitt Heimkomuna. Þetta var verkefni sem hún vann í íslensku hjá Steinunni Egilsdóttur kennara við MS. Hún hlaut í verðlaun leikhúsmiða og peningaverðlaun frá SPRON. Skólinn óskar Ragnheiði hjartanlega til hamingju með þennan árangur.
Eldri fréttir
|