Forsíða > Prentvænt

Nemanet - þróunarverkefni

6. mars 2006

Nemanet -  þróunarverkefni -

Á vorönn 2006 tekur Menntaskólinn við Sund þátt í þróunarverkefni um heimanámskerfið Nemanet. Verkefnið er styrkt af menntamálaráðuneytinu og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Markmiðið með kerfinu er að veita aðhald og stuðning í heimanámi. Kerfið sem er aðgengilegt á Netinu býr yfir lausnum sem efla einbeitingu og þjálfa minni. Sjá nánar á Nemanet.is. Kerfið byggir á námskenningu Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur námsráðgjafa sem sett er fram í bókinni Lærum að nema.

Sex þróunarhópar eru starfandi nú á vorönn í MS þ.e. 1. A, 1. C, 1. K, 1. L og tveir hópar í valgreininni Námsaðferðir. Einnig stendur öllum nemendum skólans til boða aðgangur að kerfinu. Námskeið fyrir nemendur verður haldið í MS fimmtudaginn 2. febrúar kl. 11:15-11:55 í stofu 11. Námskeið fyrir foreldra verða haldin í MS miðvikudaginn 1. febrúar kl. 17:00-19:00 og fimmtudaginn 2. febrúar kl. 20:00-22:00 í stofu 13. Skráning á námskeið fyrir foreldra í MS er á Nema.is.

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004