MS á móti MH í 3. umferð Gettu betur
25. janúar 2006
Dregið hefur verið um hvaða lið mætast í Sjónvarpinu í spurningakeppninni Gettu betur en næsta umferð keppninnar hefst 23. febrúar. Lið Menntaskólans við Sund mætir firnasterku liði Menntaskólans við Hamrahlíð fimmtudaginn 16. mars og verður viðureign þessara liða sú síðasta í þriðju umferð keppninnar.
Eftirtalin lið mætast í næstu umferð:
Fimmtudagur 23. febrúar Borgarholtsskóli -Flensborgarskólinn Fimmtudagur 2. mars Menntaskólinn á Akureyri -Menntaskólinn í Reykjavík Fimmtudagur 9. mars Verzlunarskóli Íslands -Fjölbrautaskóli Suðurlands Fimmtudagur 16. mars Menntaskólinn við Hamrahlíð -Menntaskólinn við Sund
Það er ljóst að spurningakeppni framhaldsskólanna mun verða æsispennandi og ekkert þeirra 8 liða sem eftir eru í keppninni getur bókað sigur fyrirfram.
Eldri fréttir
|