Menntaskólinn við Sund og Landsbanki Íslands undirrita samstarfssamning
24. janúar 2006
Menntaskólinn við Sund og Landsbanki Íslands hafa undirritað samstarfssamning til næstu þriggja ára. Í samningnum sem undirritaður var í í nýju húsnæði Langholtsútibús bankans 21. desember sl. er meðal annars kveðið á um viðskipti aðila og aðkomu bankans að almennri fjármálafræðslu fyrir nemendur. Kveðið er á um þátttöku bankans í sérstökum verkefnum á vegum skólans sem hafa það markmið að efla og hvetja nemendur í því að skara fram úr. Ljóst er að þessi samningur mun styrkja skólastarfið enn frekar.
Eldri fréttir
|