Forsíða > Prentvænt

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna

7. nóvember 2005

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna var haldin þriðjudaginn 18. október 2005.

Stærðfræðikeppninni er skipt í neðra stig (1. og 2. bekkur) og efra stig (3. og 4. bekkur).

Að þessu sinni urðu tveir keppendur úr MS meðal 20 efstu á efra stigi, þeir Birgir Indriðason og Egill Tómasson, báðir nemendur í 4X.

Úrslit eru tilkynnt sérstaklega fyrir 20 efstu sæti á neðra stigi og 20 efstu sæti á efra stigi.  Keppendur fengu sérstök verðlaun afhent mánudaginn 31. október og fóru hátíðarhöldin fram í höfuðstöðvum Íslandsbanka við Kirkjusand, en ÍSB er aðalstyrktaraðili keppninnar.

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004