Mikið óunnið í jafnréttismálum
25. október 2005
Kvennafrídagurinn er á morgun 24. október. Konur um allt land ætla að ganga út kl. 14:08 og leggja þannig áherslu á launamisréttið. Það eru liðin 30 ár frá því að konur flykktust á Lækjartorg til að taka þátt í fjölmennri baráttusamkomu. Þó margt hafi breyst síðan þá er óútskýrður launamunur enn til staðar. Enn er full ástæða fyrir alla jafnréttissinna að mótmæla og berjast fyrir breytingum. Það er allra hagur að kynin standi jafnfætis til allra starfa og að þeim bjóðist sömu launakjör. Gerum kvennafrídaginn á morgun að sameiginlegri baráttu karla og kvenna fyrir jafnrétti. Fjölmennum á Lækjartorg. Rektor
Eldri fréttir
|