Forsíða > Prentvænt

MS kominn í undanúrslit í Gettu betur

23. febrúar 2005

Lið Menntaskólans við Sund sigraði lið Framhaldsskólans á Laugum í jafnri keppni í 8 liða úrslitum í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Lið skólans er því komið í undanúrslit en ekki verður ljóst hverjir mótherjarnir verða í næstu umferð fyrr en öðrum keppnum í þessari umferð er lokið. Bæði liðin í kvöld eiga hrós skilið fyrir góða og drengilega keppni.

Önnur lið sem eftir eru í keppninni eru ekki af lakari endanum. Þann 16. febrúar eigast við Menntaskólinn í Kópavogi og Verzlunarskóli Íslands. Þann 23. febrúar keppa Menntaskólinn á Egilsstöðum og Menntaskólinn á Akureyri. Þá keppa 2. mars næstkomandi Borgarholtsskóli og Menntaskólinn við Hamrahlíð. 

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004