Sigur MS í annarri umferð Gettu betur
21. janúar 2005
Menntaskólinn við Sund sigraði Iðnskólann í Reykjavík með 20 stigum gegn 13 í annarri umferð í spurningakeppninni Gettu betur. Skólinn er því kominn í fjórðungsúrslit í keppninni sem er góður árangur. Annars var það markverðast í þessari umferð að tvö af sterkustu liðum keppninnar, Borgarholtsskóli og Menntaskólinn í Reykjavík, leiddu saman hesta sína og lauk viðureign þeirra með sigri Borgarholtsskóla. Bæði liðin sýndu styrk sinn í keppninni. Í næstu umferð þann 9. febrúar keppir Menntaskólinn við Sund við Framhaldsskólann á Laugum sem sigraði Flensborgarskóla í annarri umferðinni.
Eldri fréttir
|