Innritun nýnema og greiðsla skólagjalda.
16. júní 2017
Alls voru 200 nýnemar innritaðir í MS skólaárið 2017 - 2018, 104 á félagsfræðabraut og 96 á náttúrufræðibraut. Skólinn býður þau velkomin í MS og óskar þeim velfarnaðar í námi. Tölvupóstur hefur verið sendur til nýnema með upplýsingum um að með greiðslu skólagjalda staðfesti nemandinn skólavist sína í MS og að greiðsla skólagjalda sé nú pappírslaus. Sjá nánari upplýsingar frá fjármálastjóra hér:
pappírslaus innheimta
Sækja...
Eldri fréttir
|