Forvarnir í MS - foreldrakvöld í kvöld kl. 19.30
14. mars 2017
Skólinn býður nú upp á sérstakt foreldrakvöld þar sem boðið er upp á kynningu á forvarnastefnu skólans, fyrirlestur um aðkallandi málefni (kannabis) og að auki boðið upp á umræðuhópa með fræðurum Hins hússins sem hafa mjög góða innsýn í heim nemenda og hvað er efst á baugi á líðandi stundu, þetta eru úrvals einstaklingar og hægt að ræða við þau opinskátt. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.
Fyrirlesari kvöldsins er Guðrún Dóra Bjarnadóttir, geðlæknir á Landspítalanum. Hún er með puttann á púlsinum, hún vinnur að rannsóknum á þessu sviði og hefur tjáð sig í ræðu og riti um fíkniefni og skaðsemi þeirra.
Áhugverðir tenglar: http://www.hi.is/uppahaldsfikniefni_sprautufikla_a_islandi
http://www.laeknabladid.is/tolublod/2016/04/nr/5835
Vonast ég til að sjá sem flesta í kvöld!
Bestu kveðjur
Leifur Ingi
Kennslustjóri MS
Eldri fréttir
|