Forsíða > Prentvænt

Árshátíðarvikan 22.- 24.febrúar

21. febrúar 2017

22. og 23. febrúar verða óhefðbundnir skóladagar en skyldumæting báða dagana.

22. febrúar verður þemadagur sem nemendafélagið skipuleggur.  Nemendur skrá sig í hinar ýmsu smiðjur á þátttökulista sem hanga á upplýsingatöflu fyrir framan Bjarmaland.
Það verða tvær lotur: sú fyrri kl. 09:45-11:30 og sú seinni  kl. 12:30-14:00.

23. febrúar er helgaður árshátíðinni sem haldin verður um kvöldið.  Dagskráin hefst klukkan 9.15 með úrslitum í Gettu betur innanskólakeppninni. Að henni lokinni tekur við úrslitaleikurinn í innanhúsfótbolta. Því næst verður dagskrá þar sem markmiðið er að auka samkennd og liðsanda innan bekkja og námslína. Dagskrá lýkur með tónlistaratriði.

24. febrúar er vetrarfrí.

Eldri fréttir


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.03.2004