Forsíða > Skólinn > Brautskráningar > Útskrift 2004 > Prentvænt

Úr skýrslu rektors

Kennslan og námið í vetur

Haustönn 2003  hófst með því að skólinn var settur föstudaginn 22. ágúst 2003 og hófst kennsla sama dag. Kennsludagar á haustönn 2003 voru  73 og prófadagar 11.  Á vorönn 2004 voru kennsludagar 73 en prófadagar 18. Fjöldi nemenda í skólanum á haustönn 2003 var 711, 361 stúlka og 350 strákar. Það hófu  244 nemendur nám á fyrsta ári, 201 á öðru ári og 130 á þriðja ári. Þá voru 136 nemendur skráðir á fjórða námsár. Á vorönninni voru nemendur skólans 699 og skiptust þeir á þannig að á félagsfræðabraut voru 312, á málabraut 86 og á náttúrufræðibraut voru nemendur 301. Starfsmenn voru 74.

 Gæði skólastarfsins hafa verið okkur ofarlega i huga í vetur, eins og endanær. Skólinn hefur unnið markvisst að því að bæta skólastarfið. Skerpt hefur verið á stefnumótun á nokkrum sviðum. Birtar hafa verið stefnur skólans á sviði jafnréttismála, forvarna, mannréttindamála og umhverfismála og unnar hafa verið aðgerðaráætlanir fyrir næsta skólaár í hverjum þessara flokka. Í vetur höfum við lagt mikla áherslu á að styrkja enn frekar innra starf í skólanum. Unnið hefur verið að því áfram að bæta  námskrána okkar, kennsluaðferðir hafa verið í umræðunni, nýting upplýsingatækni í kennslu og námsmat hefur verið til endurskoðunar. Þá hefur skólinn staðið fyrir námskeiðahaldi í tengslum við endurmenntun starfsmanna. Í vetur kom til framkvæmda nýr þáttur í skólastarfinu sem er kjörsviðsverkefni nemenda. Þetta fyrsta ár lofar góðu og ég er viss um að verkefnið verður nemendum hvatning í náminu og mun efla sjálfstæði þeirra og færni til að takast á við krefjandi rannsóknarverkefni.

Gæðamál: Við viljum að kennslan sé með því besta sem gerist. Hvort svo er kemur ef til vill í ljós nú þegar niðurstöður úr könnun sem lögð var fyrir alla nemendur skólans liggja fyrir. Nú á vorönninni var einnig lögð fyrir starfsmenn skólans könnun sem tók á aðbúnaði og stjórnun skólans. Kannanir sem þessar eru nauðsynlegt aðhald fyrir okkur. Niðurstöðurnar verða notaðar til þess að finna leiðir til að bæta það sem brýnast er.  

Þriggja ára nám til stúdentsprófs:Skólinn býður nú í fyrsta sinn upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs samhliða fjögurra ára náminu. Þetta nám er fyrst og fremst ætlað sterkum námsmönnum sem vilja flýta sér og er í fyrstu aðeins í boði á náttúrufræðibrautinni. Bryddað er upp á ýmsum nýjungum í þessu námi og er það að fullu sambærilegt fjögurra ára náminu.

Sérhæfður bóknámsskóli: Skólinn er sérhæfður bóknámsskóli með sérstaka áherslu á náttúrufræðigreinar. Unnið hefur verið að því að bæta enn frekar aðstöðu og búnað til verklegrar kennslu í þeim greinum og sem lið í þeirri uppbyggingu var í vetur unnið að því að koma Halldórsstofu á laggirnar.

Halldórsstofa: Halldórsstofa er skírð eftir Halldóri Kjartanssyni jarðfræðikennara við skólann til fjölmargra ára. Hún inniheldur steinasafn skólans sem er einstakt kennslusafn en auk þess inniheldur Halldórsstofa fræðsluefni um jarðfræði og landafræði Íslands. Halldórsstofa verður einnig á vef skólans og er þar ætlað að vera gagnvirkur vefur um jarð- og landafræði þar sem nemendur geta fræðst um flest það sem snýr að þessum hluta náttúru Íslands.

Öflugt innra starf: Öflugt innra starf næst aldrei nema með góðum kennurum og góðri samvinnu allra aðila og þess höfum við notið í MS.  Starfsfólk skólans er vakandi yfir hag nemenda, starfsmenn eru fagfólk sem er fullt af krafti og óhrætt við nýjungar í skólastarfinu. Það er því fjölmargt fleira spennandi sem hægt væri að tíunda um starfið í vetur en hér skal staðar numið.

Félagslíf nemenda

Aðeins örfá orð um félagslíf nemenda. Mikilvægi góðs félagsstarfs þeirra er ekki véfengt. Félagslíf nemenda skólans stóð í blóma í vetur. Skipulagið var gott og atburðirnir margir og margbreytilegir. Eins og alltaf skiptir miklu máli að hæfir einstaklingar veljist í stjórn nemendafélagsins og í vetur naut skólinn þess að svo var, þar í stafni voru Jón Pétur Guðmundssonármaður, Ólöf Heiða Guðmundsdóttir gjaldkeri og  Arnar Björnsson ritari. Ég er þessum nemendum sérlega þakklátur og reyndar öllum þeim stóra hópi nemenda sem komu að skipulagningu félagsstarfsins.

 

Þá er erfitt að Það er ekki hægt að ljúka umfjöllun sinni um félagslíf nemenda án þess að nefna þátt félagsmálafulltrúa skólans. Þeir Ágúst Ásgeirssonog Gísli Þór Sigurþórsson hafa verið óþreytandi við að styðja við bakið á nemendum og aðstoða þá við skipulagið á félagslífinu. Þá hafa fleiri kennarar einnig lagt nemendum lið og er ég þeim öllum afar þakklátur.

Ég býð nýja stjórn nemendafélagsins velkomna til starfa.

 

Námsárangur

Í heildina var námsárangur svipaður og síðastliðin ár. Meðaleinkunn allra í skólanum nú í vor var 6,4 en var um 6,3 á síðasta vetri. Í 1. til 3. bekk voru alls 13 nemendur sem fengu 9 eða hærra í aðaleinkunn. Þetta er góður árangur og þessum nemendum voru veitt verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur við einkunnaafhendingu í 1. til 3. bekk þann 18. þessa mánaðar.   Við sama tækifæri heiðraði skólinn sérstaklega 20 af 60 nemendum skólans sem fengu 10 fyrir skólasókn. Þessir tuttugu nemendur voru allir með 100% skólasókn sem verður að teljast góð ástundun en góð ástundun er einn af lyklunum að góðum námsárangri.

 

Besti námsárangur:

Þrír þeirra nemenda sem fengu 9 eða hærra í aðaleinkunn í 1. til 3. bekk komu úr fyrsta bekk, 8 voru í öðrum bekk og tveir í þriðja bekk. Frábær árangur hjá þeim. Það fáheyrða gerðist að Egill Tómasson nemandi í 2X  fékk nú í vor 9,9 í aðaleinkunn.

 

Verðlaun fyrir 9 eða hærra á vorannarprófum 2004

 

Nafn

Bekkur

Aðaleinkunn

 

1

Sigmar Þór Matthíasson

1. C

9,5

 

2

Edda Katrín Rögnvaldsdóttir

1. H

9,2

 

3

Gunnar Steinn Jónsson

1. J

9,1

 

4

Hjördís Alda Hreiðarsdóttir

2. A

9,2

 

5

Kristín Þóra Pétursdóttir

2. A

9,0

 

6

Björn Þór Aðalsteinsson

2. S

9,0

 

7

Halla Hákonardóttir

2. S

9,1

 

8

Lilja dröfn Gylfadóttir

2. T

9,2

 

9

Sara Hauksdóttir

2. T

9,4

 

10

Egill Tómasson

2. X

9,9

 

11

Inga Birna Bjarnadóttir

2. X

9,1

 

12

Arnar Snær Valmundsson

3. G

9,2

 

13

Kristín Rós Kristjánsdóttir

3. S

9,3

 

Auk þeirra 13 nemenda sem voru með yfir 9 í aðaleinkunn stóðu fjölmargir nemendur sig með miklum sóma. Þeir voru margir nálægt því að ná ágætiseinkunn eða sýndu miklar framfarir á skólaárinu sem er ekki síður aðdáunarvert.

Námsárangur í 4. bekk

136 nemendur hófu nám í 4. bekk haustið 2003. Af þeim munu 134 útskrifast nú. Einn nemandi hætti á haustönninni og einn á eftir að ljúka tónlistarnámi utan MS til þess að geta útskrifast..  

Brautaskipting þeirra sem útskrifast núna:

Málabraut, latínukjörsvið (L)                            3 nemendur

Málabraut, hugvísindakjörsvið (M)                   13 nemendur                                      

Félagsfræðabraut, félagsfræðikjörsvið (F)     42 nemendur  

Félagsfræðabraut, hagfræðikjörsvið   (H)       13 nemendur  

Náttúrufræðibraut, líffræðikjörsvið (NL)           37 nemendur

Náttúrufræðibraut, umhverfiskjörsvið (U)        7 nemendur    

Náttúrufræðibraut, eðlisfræðikjörsvið  (E)      19 nemendur  

Samtals 134 nemendur                                                         

Kynskipting útskriftarhópsins:

Strákar 56 eða 42%

Stelpur 78 eða 58%

Stelpur eru í meirihluta á málabraut, félagsfræðikjörsviði og líffræðikjörsviði en strákar á hagfræðikjörsviði, umhverfiskjörsviði og eðlisfræðikjörsviði.

           

Hæsti nemandi á hverju kjörsviði:

Málabraut, latínukjörsvið:                                 Þórunn Ella Hauksdóttir 4. A

Málabraut, hugvísindakjörsvið:                        Tinna Helgadóttir 4. A             

Félagsfræðabraut, félagsfræðikjörsvið:          Sunna Dís Kristjánsdóttir 4. C

Félagsfræðabraut, hagfræðikjörsvið:              Hannes Sigurðsson 4. G

Náttúrufræðibraut, líffræðikjörsvið:                  Hildur Gylfadóttir 4. R, og

Hólmfríður Knútsdóttir 4. R

Náttúrufræðibraut, umhverfiskjörsvið Sóley Valgeirsdóttir 4. S

Náttúrufræðibraut, eðlisfræðikjörsvið             Valgerður Árnadóttir 4. X

 

Nemendur í 4. bekk með ágætiseinkunn þ. e. 9 eða hærra eru að þessu sinni 7: 

Tinna Helgadóttir 4. A málabraut, hugvísindakjörsvið 9,6 Dúx

Aðalheiður Dóra Albertsdóttir 4. R náttúrufræðibraut, líffræðikjörsvið 9,1

Guðbjörg Jónsdóttir 4. R náttúrufræðibraut, líffræðikjörsvið 9,4

Hildur Gylfadóttir 4. R náttúrufræðibraut, líffræðikjörsvið 9,5 Semidúx

Hólmfríður Knútsdóttir 4. R náttúrufræðibraut, líffræðikjörsvið 9,5 Semidúx

Ólína Kristín Sigurgeirsdóttir 4. X náttúrufræðibraut, eðlisfræðikjörsvið 9,2

Valgerður Árnadóttir 4. X náttúrufræðibraut, eðlisfræðikjörsvið 9,2

Það er góður siður að vekja athygli á þeim sem standa sig sérlega vel í náminu. Þeir sem ég hef nefnt hér að framan eru framúrskarandi námsmenn og eiga hrós skilið. Þeir eru þó fleiri sem eiga skilið að þeim sé hrósað. Allir þeir nemendur skólans sem eru hér í dag í dag eiga skilið að þeim sé hrósað hvort sem aðaleinkunn þeirra er 5,0 eða 9.

 


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 09.06.2004