A1 Sameiginleg áhersluatriði 2017-2018

A2 Áfangaskil haustönn 2016

A3: Staðfesting á kjörsviðsverkefni - Eyðublað

A4: Gátlisti - Mat á dagbók

A5: Forsíða

A6: Námslýsingar

Kjörsviðsverkefni nemenda 2008-2209

Kjörsviðsverkefni nemenda 2009-2010

Kjörsviðsverkefni skólaárið 2003 - 2004

Kjörsviðsverkefni skólaárið 2004 - 2005

Kjörsviðsverkefni skólaárið 2005-2006

Kjörsviðsverkefni skólaárið 2010-2011

Forsíða > Námið > Námsgreinar > Prentvænt

Kjörsviðsverkefni

Kjörsviðsverkefni(KJÖ103) 

Allir nemendur í 4. bekk velja sér 3ja eininga kjörsviðsverkefni sem er lokaverkefni í einni af einkennisgreinum á kjörsviði þeirra. Verkefnið er unnið allt skólaárið og gert er ráð fyrir að vinna við það samsvari vinnu sem nemur þremur kennslustundum á viku eða samtals 100-120 klukkustundum yfir skólaárið. Kjörsviðsgreinar:

Málabraut

Félagsfræðabraut

Náttúrufræðibraut

Latínu-kjörsvið

Hugvísinda-kjörsvið

Félags-fræði-kjörsvið

Hag-fræði-kjörsvið

Líffræði-kjörsvið

Umhverfis-kjörsvið

Eðlis-fræði-kjörsvið

Íslenska Enska

Íslenska Enska Menningar-saga

Félags-fræði Saga

Hagfræði

Líffræði Efna-fræði

Vistfræði Umhverfis- fræði

Eðlisfræði
Stærðfræði

Námslýsing:

Nemandinn vinnur kjörsviðsverkefni í einni af einkennisgreinum á sínu kjörsviði og velur nemandinn viðfangsefni úr verkefnabanka sem kennarinn býður upp á eða sjálfur í samráði við kennara sinn. Ýmist getur verið um einstaklings-, para- eða hópverkefni að ræða.

Kennari stýrir og veitir nemandanum leiðsögn í öllu vinnuferlinu á reglulegum samráðsfundum, en nemandinn stundar sjálfstætt nám og ber sjálfur ábyrgð á framgangi verksins.

Hvað lengd varðar, gildir það viðmið, að meginmál ritgerðar eða rannsóknarskýrslu í einstaklingsverkefni sé að jafnaði ekki styttra en 15-20 vélritaðar síður, en para-, og hópverkefni ekki styttra en 25-30 síður. Er þá miðað við eðlilega leturstærð, línubil og spássíur. Ef meginafurð verkefnisins er í öðru formi t.d. sem myndband, veggspjald, fyrirlestur eða vefsíða, þá skal nemandi jafnframt skila rannsóknarskýrslu að lágmarki 5 -7 vélritaðar síður ef einstaklingsverkefni en 10-12 vélritaðar síður ef um hópverkefni er að ræða. 

Markmið:

Meginmarkmið er að gera nemandann hæfari til að vinna sjálfstætt að rannsóknum og efla með honum frumkvæði, gagnrýna hugsun og ályktunarhæfni. Þá verður lögð mikil áhersla á, að nemandinn komi niðurstöðum rannsóknar sinnar frá sér á vandaðan og viðurkenndan hátt og í einhverju því formi, sem geri þær aðgengilegar áhugamönnum um efnið.

Nemandi

- sýni sjálfstæði í vinnubrögðum við undirbúning, framkvæmd og úrvinnslu 
  einfaldrar rannsóknar

- fylgi vísindalegu rannsóknarferli

- geri raunhæfa vinnuáætlun fyrir rannsóknina

- afli sér fjölbreyttra heimilda, t.d. skráðra heimilda úr bókum, tímaritum, blöðum 
  og af Veraldarvefnum eða frumheimilda, ef svo ber undir

- vinni og leggi mat á upplýsingar úr heimildum á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt

- leggi mat á niðurstöður úr rannsóknum út frá heimildargildi og áreiðanleika gagna

- fjalli á gagnrýninn hátt um rannsóknarverkefnið

- beiti rannsóknaraðferð og innsæi viðkomandi fræðigreinar á rannsóknarverkefnið

- leggi fram rannsóknarniðurstöður sínar t.d. í ritgerð, skýrslu, á veggspjöldum, í 
  bæklingi eða með öðrum hætti þar sem gerð er grein fyrir undirbúningi,
  framkvæmd, úrvinnslu og niðurstöðum rannsóknarinnar

- fylgi viðurkenndum reglum við gerð og frágang rannsóknarskýrslu eða ritgerðar

 Námsmat:

Námsmatið er símat þar sem ein einkunn er gefin og gildir hún bæði sem stúdentsprófseinkunn og námseinkunn.

Kennari metur vinnuferlið við verkefnið út frá athugun á rannsóknarvinnu og dagbók, sem nemandinn heldur yfir vinnu sína og framvindu verksins allt skólaárið.  Afurð rannsóknarinnar er metin í formi ritgerðar eða rannsóknarskýrslu og kynningar nemandans á niðurstöðum rannsóknarinnar t.d. í formi myndbands, veggspjalds, vefsíðu eða fyrirlestrar.

Á haustönn er gefin vinnueinkunn sem byggir á dagbók nemandans og framgangi verksins.

 


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 01.04.2016