Greining steina
Til að þekkja sögu steina og skilja myndun þeirra þarf fyrst að greina steininn. Greining steina skiptist í tvennt greiningu einstakra kristalla (steinda) og greiningu á bergtegundum (rocks) sem flestar eru gerðar úr einni eða fleirum steindum.
Steindir og bergtegundir
Það eru 92 frumefni sem finnast í tiltölulega stöðugu ástandi í jarðskorpunni en aðeins 8 þeirra finnast í einhverju magni. Þessi 8 frumefni mynda 98% þeirra steinda sem eru í jarðskorpunni. Þessi frumefni eru: súrefni, kísill, ál, járn, kalsíum, natríum, kalíum og magnesíum.
Það eru yfir 2000 steindir þekktar á jörðinni en aðeins um 100 þeirra eru tiltölulega algengar og aðeins 30 steindir mynda mestan hluta þekktra bergtegunda. Flestar steindir mynda kristalla (frumefnin raðast endurtekið upp á ákveðinn hátt og mynda þrívítt mynstur en
Bergtegundir eru gerðar úr tveimur eða fleirum steindum. En berg skiptist í storkuberg, setberg og myndbreytt berg.
|