Erlendar bergtegundir

Greining steina

Jarðfræði Íslands

Steinar í safninu

Söfnun steina

Verk nemenda

Forsíða > Fræðsluefni > Prentvænt

Halldórsstofa

Halldórsstofa var opnuð árið 2004 og er nefnd eftir Halldóri Kjartanssyni jarðfræðingi og kennara við Menntaskólann við Sund í rúm þrjátíu ár. Halldór lést 18. september 2005.

Safnið er byggt þannig upp að gestir eru leiddir í gegnum jarðfræði landsins. Steinasafnið er hannað með skólann og nemendur hans í huga. Fyrst koma sýni með storkubergi þar sem helstu gerðir gosbergs, gangbergs og djúpbergs er að finna.  Allt frá ultrabasísku yfir í súrt og eru sýni úr öllum þremur bergröðunum á Íslandi. Síðan taka við ýmsar holufyllingar og útfellingar sem eru einkennandi hér á landi. Frá holufyllingum og ummyndun er farið yfir í myndbreytt berg, þar eru ýmsar gerðir af skífum, graníti og gneiss. Þá tekur við sýni af seti og setbergi og loks er hægt að skoða steingervinga úr jarðsögu Íslands og einnig athyglisverða steingervinga frá fyrri tímum í sögu jarðar svo sem frá miðlífsöldinni og alveg niður á fornlífsöld.

Halldórsstofa nefnist opna svæðið í kennsluálmu Jarðsteins. Þar er jarðfræði og landafræði kennd.

Halldórsstofa hefur að geyma valin sýnishorn úr steinasafni skólans sem Halldór hefur byggt upp að stærstum hluta. Safnið er eitt veglegasta skólasafnið hér á landi. Í Halldórsstofu er les- og vinnuaðstaða fyrir um 25 í einu og ágæt aðstaða er fyrir hópvinnu smærri hópa. Þar er einnig hægt að skoða myndbönd og diska með fræðsluefni um náttúru landsins.

Aðeins lítill hluti safnsins er til sýnis hér, annar hluti þess er einnig notaður til kennslu.


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 24.08.2006