Um birtingu einkunna
Um birtingu einkunna
Að loknum prófum eru einkunnir birtar í INNU á tilteknum degi sem auglýstur er í skólanum og skóladagatali. Vilji nemendur fá einkunnablað á pappír skulu þeir snúa sér til skrifstofu.
Skólanum er óheimilt að birta einkunnir einstakra nemenda undir nafni, kennitölu eða öðru skráningarauðkenni sem hægt er að persónugera nema fyrir liggi skrifleg heimild viðkomandi nemenda.
Prófsýning
Í tengslum við birtingu einkunna eiga nemendur þess kost að skoða prófúrlausnir sínar í viðurvist fagkennara. Ef fram kemur skekkja í mati eða einkunnagjöf skal slíkt leiðrétt svo fljótt sem verða má og niðurstaðan strax birt viðkomandi nemanda.
Komi upp ágreiningur milli nemanda og kennara um mat úrlausnar skal rektor kveðja til prófdómara til þess að fara yfir úrlausnina að höfðu samráði við fagstjóra. Úrskurður prófdómara skal gilda.
Varðveisla prófúrlausna
Skólinn varðveitir allar prófúrlausnir í eitt ár. Að þeim tíma liðnum ber rektor ábyrgð á að eyða öllum skriflegum prófúrlausnum. Próftaki getur fengið að sjá prófúrlausn sína ef hann leggur fram beiðni um það innan árs frá því að niðurstöður prófs voru birtar. Einnig getur hann fengið ljósrit af prófúrlausn sinni ef hann óskar þess eftir að viðkomandi önn lýkur. Einnig geta þeir sem þess óska geta fengið afhent eintök af prófverkefnum skóla að loknu skólaári.
|