Einkunnir og lágmarkskröfur í 4. bekk

Einkunnir og lágmarkskröfur í eldri námskrá (2. og 3. bekkur).

Ráð um prófaundirbúning og próftöku

Um birtingu einkunna

Forsíða > Námið > Prentvænt

Reglur um próf

Prófreglur

  1. Nemendum ber að koma tímanlega til prófs. Á tilkynningatöflu í anddyri sjá nemendur í hvaða stofu þeir eiga að taka próf.
  2. Nemandi má ekki vera í yfirhöfn né hafa hana á baki stólsins og ekki má hafa neitt á borði nema skriffæri og prófgögn. Í hverri stofu er eitt borð ætlað fyrir töskur og yfirhafnir. Pennaveski, farsímar og nesti má vera á gólfinu við hlið borðsins.
  3. Fagkennari kemur einu sinni í stofu. 
  4. Ávallt skal vera slökkt á farsímum og öðrum margmiðlunartækjum í prófi. Tækin mega ekki vera uppi við. Brot á þessari reglu er meðhöndlað sem prófsvindl.
  5. Svindl á prófi hefur alvarlegar afleiðingar.
  6. Ekki má skila prófúrlausn fyrr en klukkustund er liðin af próftímanum.
  7. Veikindi ber að tilkynna skrifstofu skólans áður en próf á að hefjast. Veikindi verður að staðfesta með vottorði (á sama hátt og önnur veikindi).

Próf í eldri námskrá 

Haustannarpróf eru haldin í desember.

Prófað er úr námsefni haustannar. Nemandi fær einkunn í hverri námsgrein og kallast hún haustannar­einkunn. Í stúdentsprófs­grein sem aðeins er kennd á haustönn eru gefnar tvær einkunnir; námseinkunn og prófs­einkunn. Meðaltal þeirra er haustannareinkunn.

Vorannarpróf eru haldin í apríl-maí.

Í stúdentsprófsgrein er gefin sérstök námseinkunn og haldið próf úr námsefni alls vetrarins nema greinin sé aðeins kennd á vorönn. Í framhaldsgrein er aðeins prófað úr námsefni vorannar.

Sjúkrapróf eru að jafnaði haldin daginn eftir síðasta próf.

Endurtökupróf eru að öllu jöfnu haldin um mánaðamótin maí-júní. Þau eru samkvæmt eldri námskrá ætluð þeim nemendum sem hafa fengið 5,0 eða hærra í aðaleinkunn en ekki staðist lág­marks­­kröfur í einni eða tveim námsgreinum (lágmark: vorannar-/stúdents­prófs­einkunn 4,0 og lokaeink­unn 4,0). Endur­­töku­próf má því líta á sem lokatilraun nemenda til að standast bekkinn.

Í tengslum við endurtökupróf eru yfirleitt haldin stutt nám­skeið í greinum sem margir þurfa að endurtaka, venjulega síðustu dagana fyrir endurtökuprófin.

Athygli skal vakin á því að þegar einkunnir hafa verið afhentar á vorönn verða nemendur sjálfir að átta sig á stöðu sinni, hvað varðar endurtökukvaðir. Sá sem ekki mætir í endurtökupróf hefur ekki staðist bekkinn.

Námsefni til endurtökuprófs er námsefni haust- og vorannar svo fremi sem greinin hafi verið kennd báðar annir. 

Próftími í framhaldsgreinum er að jafnaði 1,5 tími en í stúdentsprófsgreinum 2 tímar nema próf í aðalgreinum brauta eru 3 tímar. Samsvarandi próftími er í endurtökuprófum.

Einkunnir í framhaldsgreinum eru á haustannar-, vorannar- og endurtökuprófum gefnar í heilum tölum en í stúdentsprófs­greinum eru einkunnir gefnar í heilum og hálfum tölum.


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 11.05.2016