Reglur um dansleikjahald

Stjórn og nefndir

Forsíða > Skólinn > Prentvænt

Félagslíf nemenda

 
Skólafélag Menntaskólans við Sund hefur á undanförnum árum getið sér gott orð fyrir fjölbreytt og þróttugt félagslíf. Stjórn nemendafélagsins, sem nefnist miðhópur, skipa þrír nemendur. Formaður nemendafélagsins nefnist ármaður en með honum í stjórn eru ritari og gjaldkeri. Fyrir utan miðhóp vinna kjörin ráð og nefndir en þau sjá um skipulagningu viðburða í félagslífi nemenda skólans.  

 

Félagslíf Menntaskólans við Sund er frábrugðið því sem gengur og gerist í öðrum framhaldsskólum því allir nemendur geta stofnað svokölluð ,,svið” tengd áhugamálum sínum. Þetta gerir félagslíf skólans fjölbreyttara og opnara hverjum sem að því vilja koma.  

 

 

 

Meðal fastra atburða í félagslífinu má nefna dansleiki, hæfileikakeppni, söngvarakeppni, stórtónleika,  uppsetningu á leikriti, kórastarf, þátttöku í Gettu betur, mælskukeppni, ýmsa íþróttaviðburði og fjöldan allan af smærri uppákomum og atburðum. Innan skólafélagsins starfa einnig margir hópar eða svið. Vídeósvið hefur verið sérstaklega öflugt síðastliðin ár. Aðstaða til myndbandavinnslu er mjög góð í skólanum og er skólafélagið vel tækjum búið.

 

Skólinn styður við félagslíf nemenda á ýmsan hátt og hefur m.a. tvo félagsmálafulltrúa sem vinna með nemendum að skipulagningu félagslífsins. Aðstaða fyrir nemendur er í kjallara Þrísteins. Þar eru skrifstofa miðhóps og aðstaða einstakra hópa. Í Skálholti hafa nemendur síðan aðstöðu til að slappa af, spila pool, horfa á sjónvarp og annað myndefni, spila borðtennis. Í Skálholti er einnig þráðlaust net eins og annars staðar í skólanum.
Heimasíða nemendafélagsins nefnist belja.is

Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 02.04.2008