Eðlisfræðikjörsvið
Á eðlisfræðikjörsviði er megináhersla lögð á stærðfræði og eðlisfræði. Nám á kjörsviðinu hentar einkar vel nemendum, sem hyggja á námi í verkfræði, eðlisfræði, stærðfræði og skyldum greinum, en engu að síður öðlast nemendur þar mikla leikni við fjölbreytt viðfangsefni, sem eru grunnur að flestum öðrum námsgreinum í háskólum.
Í þriðja bekk eru helstu viðfangsefni í stærðfræði föll og deilanleiki þeirra, heildun og flatarmál; einnig er lögð enn frekari áhersla á hornaföll, vísis- og lograföll, flatarmyndafræði, runur og raðir.
Í fjórða bekk er meginviðfangsefnið stærðfræðigreining, deildarjöfnur og tvinntölur, svo að fátt eitt sé nefnt.
Í eðlisfræði miðar námið að kunnáttu á fyrirbærum og lögmálum, sem eru á vettvangi eðlisfræðinnar og að þjálfun í skipulegum vinnubrögðum og stærðfræðilegri úrvinnslu þeirra svo og í vinnubrögðum, sem einkenna eðlisfræðilegar rannsóknir. Í öðrum bekk kynnast nemendur aflfræði, rafmagnsfræði, varmafræði og ljósfræði, í þriðja bekk er einkum fengist við aflfræði og í fjórða bekk við rafsegulsfræði, kjarneðlisfræði, skammtafræði og afstæðiskenningu.
Náttúrufræðibraut, eðlisfræðikjörsvið |
|
|
námsár |
|
Námsgreinar |
1. b. |
2. b. |
3. b. |
4. b. |
ein. |
1. |
Íslenska (15) |
4 |
3 |
4 |
4 |
15 |
2. |
Erlend mál (28) |
|
|
|
|
|
|
Danska |
3 |
3 |
|
|
6 |
|
Enska |
4 |
3 |
3 |
|
10 |
|
Þriðja mál (FRA/ÞÝS) |
|
4 |
4 |
4 |
12 |
3. |
Samfélagsgreinar (12) |
|
|
|
|
|
|
Lífsleikni |
3 |
|
|
|
3 |
|
Félagsfræði |
3 |
|
|
|
3 |
|
Saga |
|
3 |
3 |
|
6 |
4. |
Náttúrufræðagreinar (35) |
|
|
|
|
|
|
Eðlisfræði |
|
6 |
4 |
5 |
15 |
|
Efnafræði |
4 |
4 |
|
|
8 |
|
Jarðfræði |
6 |
|
|
|
6 |
|
Líffræði |
|
|
6 |
|
6 |
5. |
Stærðfræði (27) |
6 |
6 |
7 |
8 |
27 |
6. |
Íþróttir (8) |
2 |
2 |
2 |
2 |
8 |
|
Kjörsviðsverkefni (3) |
|
|
|
3 |
3 |
8. |
Valgreinar (2 á ári) (12) |
|
|
6 |
6 |
12 |
|
Samtals einingar: |
35 |
34 |
39 |
32 |
140 |
|
|
|
|
|
|
|
|
*Kjörsviðsverkefni er á sviði stjarneðlisfræði |
|
|
|
|