Forsíða > Námið > Námsbrautir eldri námskrá > Náttúrufræðabraut > Prentvænt

Líffræðikjörsvið

Líffræðikjörsvið er eitt þriggja kjörsviða á náttúrufræðibraut. Megináherzla er þar lögð á að kynna nemendum frumatriði og grundvallarhugtök í líffræði eins og gerð og störf frumu, líf, lífveru, tegund og flokkunarfræði. Síðan er farið í helztu undirstöðugreinir innan fræðigreinarinnar eins og erfðafræði, vistfræði, dýrafræði, grasafræði. Í fjórða bekk er veruleg áherzla lögð á lífeðlisfræði og lífefnafræði, bæði gerð lífefnanna sykra, lípíða, prótína og kjarnsýrna, svo og efnaskiptaferli eins og frumuöndun og tillífun.

Í þriðja bekk eru tveir verklegir tímar hálfsmánaðarlega í líffræði en vikulega í fjórða bekk. Þar gera nemendur einfaldar tilraunir og færa gang tilraunar og niðurstöður í sérstaka vinnubók. Einnig fást nemendur við að leysa margvísleg verkefni.

Á kjörsviðinu eru stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði einnig mjög mikilvægar námsgreinir enda aðal hjálpargreinir líffræðinnar.

Nám á líffræðikjörsviði veitir mjög breiða og almenna þekkingu og er því góður undirbúningur fyrir flestallar námsgreinir í háskóla. Á hinn bóginn er einkum tekið mið að því, að nemendur, sem hyggja á nám í líffræði, eins og dýrafræði, grasafræði, læknisfræði, lífefna- og lífeðlisfræði, meinatækni auk fjölmargra annarra greina, hljóti þar trausta og haldgóða undirstöðumenntun.

Náttúrufræðibraut, líffræðikjörsvið

 

 

námsár

 

Námsgreinar

1. b.

2. b.

3. b.

4. b.

ein.

1.

Íslenska (15)

4

3

4

4

15

2.

Erlend mál (28)

 

 

 

 

 

 

Danska

3

3

 

 

6

 

Enska

4

3

3

 

10

 

Þriðja mál (FRA/ÞÝS)

 

4

4

4

12

3.

Samfélagsgreinar (12)

 

 

 

 

 

 

Lífsleikni

3

 

 

 

3

 

Félagsfræði

3

 

 

 

3

 

Saga

 

3

3

 

6

4.

Náttúrufræðagreinar (40)

 

 

 

 

 

 

Eðlisfræði

 

5

4

 

9

 

Efnafræði

4

6

 

2

12

 

Jarðfræði

6

 

 

 

6

 

Líffræði

 

 

6

7

13

5.

Stærðfræði (22)

6

6

5

5

22

6.

Íþróttir (8)

2

2

2

2

8

7.

Kjörsviðsverkefni (3)

 

 

 

3

3

8.

Valgreinar (2 á ári) (12)

 

 

6

6

12

 

Samtals einingar:

35

35

37

33

140

 

 

 

 

 

 

 

 

*Kjörsviðsverkefni eru á sviði líffræði eða efnafræði.

 

 


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 26.08.2008