Forsíða > Námið > Námsgreinar > Saga > Prentvænt

Félagssaga í 4.F (f)

SAG 5F3

Félagssaga í 4. bekk, félagsfræðabraut, félagsfræðikjörsviði

(Á sér ekki samsvörun í Aðalnámskrá)

   Námslýsing

Fjallað verður um  uppruna og tilurð nútímasamfélags á Íslandi. Tekin eru fyrir eftirfarandi viðfangsefni: Umbreytingin frá gamla sveitasamfélaginu til nútíma borgarsamfélags, hugað að áhrifum hennar á stöðu einstakra atvinnugreina, stétta og samfélagshópa. Upphaf og þróun íslenska velferðakerfisins, helstu félagshreyfingar hérlendis, áhrif þeirra og gildi fyrir samfélagsþróunina. Valdir þættir fólksfjölda- og fjölskyldusögunnar, s.s. mannfjöldaþróun, breytingar á fjölskyldugerð og búsetu og um fólksflutninga til og frá landinu.

   Markmið

Nemendur

-    fái innsýn í umbreytingu gamla íslenska sveitasamfélagsins í nútíma borgarsamfélag

-    kunni skil á upphafi og þróun íslenska velferðarkerfisins

-    þekki upphaf, tilgang og sögu helstu félagshreyfinga í landinu

-    kynnist mikilvægum þáttum fólksfjölda og fjölskyldusögunnar

  Námsmat
Einkunn byggist á símati fyrir einstaklings- og hópverkefni, ýmist í kennslustundum eða utan þeirra, fyrir a.m.k. eitt próf á önninni og einnig fyrir virkni í tímum og ástundun. Ekki verður þreytt stúdentspróf en einkunn fyrir greinina mun vega 2/3 í námseinkunn í sögu á stúdentsprófi.

Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 18.01.2005