Forsíða > Námið > Námsgreinar > Saga > Prentvænt

Menning og listir í 4.M (h)

Men 2M3

Menning og listir á líðandi stund í 4. bekk, málabraut, hugvísindakjörsviði

(Áfanginn á sér ekki samsvörun í Aðalnámskrá)

   Námslýsing

Nemendur fylgjast með menningarlífi og menningarumfjöllun og taka þátt í menningarviðburðum. Byggt er á því sem nemendur hafa áður lært í menningarsögu. Jafnframt er þeim gefinn kostur á að auka færni sína í íslensku og ensku. Á dagskrá verða eftirtalin viðfangsefni:

Ný íslensk bókmenntaverk kynnt. Nemendum gefinn kostur á að hitta viðkomandi höfunda og ræða við þá um verkin.

Nemendur kynna sér eitt verk á ensku, nýtt eða klassískt eftir atvikum. Höfð verður hliðsjón af því hvaða verk enskumælandi höfunda eru á fjölum leikhúsanna eða myndir í kvikmyndahúsum byggðar á bókmenntaverkum á enska tungu.

Farið á listasöfn og listsýningar til að kynnast þróun íslenskrar myndlistar og því sem hæst ber í listum líðandi stundar.

Fylgst með því sem í boði er á leiklistarsviðinu. Farið á nokkrar leiksýningar að undangenginni umfjöllun um höfund og verk hans og þess freistað að fá tækifæri til að fylgjast með æfingum og undirbúningi leiksýninga.

Nemendur kynni sér starfsemi ýmissa menningarstofnana.

   Markmið

Nemendur

-    fái aukinn áhuga á bókmenntum, fögrum listum og hvers konar menningariðju í fortíð og samtíð

-    geri sér grein fyrir þeim mikla auði sem fólginn er í menningararfinum og hvernig megi virkja hann í samtímanum í þágu samfélags jafnt sem einstaklinga

-    geri sér grein fyrir því að menning eigi ekki aðeins erindi til fárra útvalinna

-    læri að njóta menningar og lista og líti á hvort tveggja sem sjálfsagðan og eðlilegan þátt í hversdagslífi nútímafólks

   Kennsluaðferðir

Fyrirlestrar kennara um einstök efni til undirbúnings frekari umfjöllun. Nemendur skila af sér verkefnum ýmist skriflega eða í formi fyrirlestra, hópverkefna eða einstaklingsverkefna. Áhersla lögð á skipulegar og vel undirbúnar umræður. Gestafyrirlesarar eftir því sem aðstæður leyfa. Vettvangsferðir.

   Námsmat

Námsmat byggist á símati. Litið er til virkni og þátttöku nemenda í vettvangsferðum og umræðutímum og lagt mat á fyrirlestra, ritgerðir, skýrslur og önnur skrifleg verkefni.


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 18.01.2005