Forsíða > Námið > Námsgreinar > Félagsfræði > Prentvænt

Stjórnmálafræði í 3.F (f)

FÉL 4F3

Stjórnmálafræði í 3. bekk, félagsfræðabraut, félagsfræðikjörsviði

(Samsvarar FÉL 303 í Aðalnámskrá)

   Námslýsing

Í þessum námsþætti er stjórnmálafræði kynnt sem fræðigrein og útskýrð helstu fræðihugtök hennar. Fjallað er um hugmyndafræði stjórnmálanna. Rakin er þróun íslenskra stjórnmála frá sjálfstæðisbaráttu til dagsins í dag. Kynnt þróun og hlutverk Alþingis, saga og fylgisþróun íslenskra stjórnmálaflokka og áhrif hagsmunasamtaka í íslenskum stjórnmálum

  Markmið

Nemendur

-    geti lýst helstu viðfangsefnum stjórnmálafræðinnar

-    skilgreini og beiti hugtökunum hugmyndafræði, stjórnkerfi, vald og lýðræði

-    greini helstu hugmyndakerfi stjórnmálanna

-    greini og meti ólíkar kenningar um vald og lýðræði

-    geti lýst þróun íslenskra stjórnmála

-    geti fjallað um sögu og lýst fylgisþróun íslenskra stjórnmálaflokka

-    þekki íslenska stjórnkerfið

-    geti lýst áhrifum ólíkra hagsmunasamtaka í íslenskum stjórnmálum

-    túlki íslenska stjórnkerfið og stjórnmálaþátttöku í ljósi ólíkra stjórnmálafræðikenninga

   Kennsluaðferðir

Kennslan byggist á fyrirlestrum, myndböndum, umræðum, vettvangsferðum og einstaklings- og hópverk­efnum nemenda. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og að nemendur afli sér upplýsinga úr ólíkum miðlum og nýti sér þar m.a. Netið.

   Námsmat

Námsmat byggist á símati eða skriflegu prófi sem gildir á móti vinnueinkunn. Símat og vinnueinkunn byggist á mati á stærri og minni verkefnum, umræðum og skyndiprófum.

Nemendur 3. bekkjar á félagsfræðabraut, félagsfræðikjörsviði, velja milli FÉL 5F6 og FÉL 6F6:


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 07.03.2005