Forsíða > Námið > Námsgreinar > Líffræði > Prentvænt

Líffræði 1.MF

LÍF 1M3

Líffræði í 1. bekk, mála- og félagsfræðabraut

(Samsvarar NÁT 103 í Aðalnámskrá)

   Námslýsing

Fjallað um líffræði sem sérstaka vísindagrein, uppruna hennar og aðferðir, og um tengsl hennar við aðrar greinir. Rakin helstu efni í lífverum, lífræn sem ólífræn, og sagt frá mismunandi lausnum þar sem þau koma fyrir. Gerð grein fyrir frumum og frumukenningunni, stærð frumna og ólíkum frumugerðum. Farið í vefi, líffæri og líffærakerfi, í efnaskipti og sjálfsviðhald. Meginflokkun lífheimsins er rakin og lögð áhersla á ríki lífvera. Fjallað um erfðir, einkum með tilliti til gena, og eftir hvaða reglum þau erfast og samspil erfða og umhverfis. Rætt um undirstöðuatriði í vistfræði, s.s. líffélög, stofna, orkuflæði, hringrás efnis og framvindu.

   Markmið

Nemendur

-    geri sér grein fyrir eðli og hlutverki líffræðinnar sem fræðigreinar

-    þekki vísindalega aðferð og kynnist nokkrum rannsóknaraðferðum líffræðinnar

-    þekki helstu efnaflokka sem lífverur eru byggðar úr og hlutverk þeirra

-    þekki gerð og starfsemi frumna, bæði dreifkjörnunga og kjörnunga

-    geti tengt sjúkdóma í lífverum við óeðlilega frumustarfsemi

-    þekki ríki lífvera, flokkun og tvínafnakerfi

-    þekki meginatriði í erfðafræði

-    þekki lífshætti og gerð gerla, sveppa og frumvera og geti í því sambandi lýst samskiptum þeirra við aðrar lífverur til góðs og ills

-    þekki gerð og fjölgunarferli veiru og helstu sjúkdóma er þær valda

-    þekki meginatriði í vistfræði

   Námsmat

Greinin er kennd eina önn og lýkur með stúdentsprófi. Námseinkunn er gefin fyrir skyndipróf, verkefnalausnir, skýrslur og vinnubók úr verklegum æfingum og aðra ástundun.


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 21.09.2004