Félagsfræði 1. bekk (f)
FÉL 1M3 / FÉL 1F3 /FÉL 1N3
Félagsfræði í 1. bekk
(Samsvarar FÉL 103 í Aðalnámskrá)
Námslýsing
Fjallað er um grunneiningar samfélagsins og þær skoðaðar út frá sjónarhorni félagsvísinda. Megináhersla lögð á að útskýra hvernig félagslegt umhverfi hefur áhrif á lífshlaup fólks og að gera nemendum ljóst samhengi daglegs lífs og þess sem er að gerast í þjóðfélaginu. Nemendur öðlist þekkingu á umhverfi sínu nær og fjær svo að þeir verði færir um að taka virkan þátt í samfélagslegum umræðum og mynda sér skoðanir á meðvitaðan og gagnrýninn hátt. Nemendur kynna sér félagslega þætti sem stýra hegðun einstaklingsins. Fjallað er um uppbyggingu og skipulag eigin samfélags og annarra og um það hvernig samfélagið mótar manninn og maðurinn samfélagið. Áhersla lögð á félagsfræðilegt innsæi, hugtök og aðferðir innan félagsfræðinnar, kynningu á félagsvísindum, félagsmótun, menningu, trúarbrögð, fjölskylduna, vinnuna og stjórnmál. Áfanginn er undanfari frekara náms í félagsgreinum.
Markmið
- Nemendurgeti myndað sér skoðanir á samfélagslegum málefnum sem byggjast á gagnrýnni hugsun
- beiti öguðum vinnubrögðum, beri ábyrgð á eigin námi og geti unnið í samvinnu við aðra
- þekki til félagsvísinda og rannsóknaraðferða þeirra
- hafi skilning á hvernig félagsmótunaraðilar hafa áhrif á og móta einstaklinginn
- greini grunnþætti menningar og mikilvægi hennar fyrir einstaklinginn og samfélagið
- þekki til helstu trúarbragða heims og geti útskýrt hlutverk þeirra
- geti lýst mismunandi samfélagsgerðum
- geti borið saman fjölskyldur og fjölskyldugerðir, fjallað um hlutverk þeirra fyrr og nú og þekki til helstu réttinda og skyldna sem fylgja mismunandi sambúðarformi
- átti sig á þróun atvinnumarkaðar og atvinnuskiptingar hér á landi, þekki til orsaka og afleiðinga atvinnuleysis og geti fjallað um jafnrétti á vinnumarkaði
- þekki uppbyggingu íslenska stjórnkerfisins og geti lýst uppbyggingu, áhrifum og völdum helstu alþjóðlegu stofnana og samtaka
Kennsluaðferðir
Kennslan byggist á fyrirlestrum kennara, umræðum, notkun myndefnis og Netsins, vettvangsferðum og einstaklings- og hópverkefnum nemenda, ýmist heima- eða tímaverkefnum. Próf verða haldin á önninni. Áhersla er lögð á að nemendur sýni frumkvæði, sjálfstæði og öguð vinnubrögð við verkefnavinnu.
Námsmat
FÉL 1M3 (á mála- og náttúrufræðibraut) tekur eina önn og lýkur með skriflegu stúdentsprófi. Nú er hins vegar í gangi tilraun með það að samþætta félagsfræði og lífsleikni og er því námi dreift á allt skólaárið. Námseinkunn er gefin fyrir skyndipróf, einstaklings- og hópverkefni og almenna ástundun á önninni.
FÉL 1F3 (á félagsfræðabraut) er framhaldsgrein sem tekur eina önn (nei). Annareinkunn byggist ýmist á símati á skyndiprófum og einstaklings- og hópverkefnum, sem leyst eru á önninni, eða skriflegu prófi í annarlok ásamt vinnueinkunn fyrir skyndipróf, verkefni og ástundun á önninni.
|