Umhverfisfræði 4.N(u)
UMH 2U3
Umhverfisfræði í 4. bekk, náttúrufræðibraut, umhverfiskjörsviði
(Samsvarar valáfanganum UMH 103 (umhverfisfræði) í Aðalnámskrá)
Námslýsing
Áfanginn sækir efnivið sinn í margvíslegar fræðigreinar, þar á meðal vistfræði, heimspeki, hagfræði, bókmenntafræði, sagnfræði og félagsfræði. Fjallað er m.a. um markmið og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar með hliðsjón af helstu samningum og fjölþjóðasamþykktum sem lúta að umhverfismálum. Ennfremur um helstu kenningar innan umhverfissiðfræðinnar og ólíkar aðferðir við að leggja mat á verðmæti náttúrunnar. Um gildi náttúrunnar í bókmenntum og listum og hvað hafi ráðið mestu um breytta náttúrusýn. Þá er gerð grein fyrir helstu hugtökum umhverfishagfræðinnar og rætt um skilyrði og möguleika þess að aukinn hagvöxtur og aukin umhverfisvernd geti farið saman.
Markmið
Nemendur
- þekki grundvallaratriði Ríó-yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og Dagskrár 21 - þekki helstu umhverfisvandamál, hnattræn og hérlend, sem við er að glíma - þekki helstu hugtök og viðfangsefni umhverfissiðfræðinnar - kunni skil á ýmsum birtingarmyndum náttúrunnar í íslenskum bókmenntum og listum - þekki helstu hugtök og viðfangsefni umhverfishagfræðinnar
Námsmat
Stúdentspróf er tekið að vori úr námsefni 3. og 4. bekkjar og gefin námseinkunn fyrir verkefni og ástundun á skólaárinu.
|