Jarðfræði 1.MF
JAR 1M3
Jarðfræði í 1. bekk, mála- og félagsfræðabraut
(Samsvarar NÁT 113 í Aðalnámskrá)
Námslýsing
Í þessum áfanga er fram kynning á jarðfræði sem vísindagrein og notagildi hennar við íslenskar aðstæður. Þá eru teknir til umfjöllunar helstu efnisþættir jarðfræðinnar bæði af útrænum og innrænum toga þar sem megináhersla er lögð á nýtingu náttúrulegra auðlinda þ. á m. til orkuframleiðslu og umhverfismál. Námið er byggt upp sem þemanám og áhersla lögð á verkefnavinnu og sjálfstæð vinnubrögð.
Markmið
Nemendur
- fræðist um hlutverk jarðfræðinnar, þ. á m. tengsl hennar við aðrar vísindagreinar og notagildi með íslenskar aðstæður í huga - geri sér grein fyrir myndun og mótun jarðar bæði af innrænum og útrænum toga - kynnist jarðfræðilegri myndun helstu náttúrulegra orkugjafa jarðar - kunni skil á nýtanlegum jarðefnum (bæði fyrr og nú) hér á landi og átti sig á þeim umhverfisáhrifum sem stafa af nýtingu þeirra - fræðist um meginforsendur og uppbyggingu vatnsafls- og jarðvarmavirkjana og geri sér grein fyrir umhverfisáhrifum þessara mannvirkja, s.s. spillingu náttúruperlna, jarðrask og mengunarhættu
Námsmat
Greinin er kennd eina önn. Stúdentspróf er í lok annar og gefin er námseinkunn fyrir verkefni, skyndipróf og ástundun á önninni.
|