Forsíða > Fræðsluefni > Prentvænt

Minningarsjóður Björns Bjarnasonar

Sjóðurinn heitir Minningarsjóður Björns Bjarnasonar. Sjóðurinn er stofnaður til minningar um Björn Bjarnason rektor Menntaskólans við Sund frá 1970 til 1987. Sjóðurinn var stofnaður í tilefni af 30 ára útskriftarafmæli fyrsta útskriftarárgangs MT í maí 2003. Fyrir lá skipulagsskrá sjóðsins og er sjóðurinn í vörslu Menntaskólans við Sund.

 

Sjóðurinn hefur tvíþætt hlutverk samkvæmt 2. gr. skipulagsskrár hans:
A. Að verðlauna góðan árangur við brautskráningu frá Menntaskólanum við Sund.
B. Að styrkja til framhaldsnáms nemanda sem brautskráðst hefur frá Menntaskólanum við Sund. Styrkþegar skulu hafa sýnt góðan námsárangur og ástundun á menntaskólaárum sínum eða annað það sem verðskuldar að þeim sé veittur styrkur. Styrkupphæð fer eftir ákvörðun sjóðsstjórnar hverju sinni.

 

Skilyrði fyrir styrkveitingum úr sjóðnum eru:

A. Fyrir góðan árangur á stúdentsprófi eða aðra eftirtektarverða frammistöðu í skólanum, skal veita viðurkenningu eftir því sem styrktarsjóðunum þykir tilefni til hverju sinni.

B. Fyrir veitingu námsstyrks:

a)            Umsækjandi skal hafa lokið a.m.k. eins árs námi á háskólastigi.

b)            Með umsókn skal fylgja vottorð um lokið nám og skýrsla um framvindu náms sem stundað er.

Fyrsta úthlutun skv. A hluta 2. gr. skipulagsskrárinnar fór fram árið 2004 en árið áður var  veitt viðurkenning til nemanda í nafni sjóðsins að tillögu skólans. Ákvæði B hluta koma ekki til framkvæmda fyrr en sjóðsstjórn og skólanefnd telja sjóðinn hafa afl til og því koma önnur ákvæði sem lúta að námsstyrkjum jafnframt ekki til framkvæmda fyrr en þá. Ákvæði B er ekki ennþá komið til framkvæmda.

Öðrum afmælisárgöngum MT og MS er velkomið að leggja sjóðnum lið til að sjóðurinn haldi áfram að styrkjast. Vinsamlegast hafið sambandi við Má Vilhjálmsson rektor til að fá nánari upplýsingar. Eftirfarandi eru upplýsingar um vörslusjóðinn fyrir þá sem vilja leggja honum lið:
Kennitala: 700670-0589
Banki – HB – reikn: 0313-13-251251.

Minningarsjóðurinn hefur árlega veitt bókaverðlaun til stúdenta sem hafa staðið sig mjög vel á stúdentsprófi eða skarað fram úr á öðrum sviðum í skólasamfélaginu. Eftirfarandi verðlaun hafa verið veitt úr sjóðnum:

 

Nýstúdent

Útskriftarár

Úndína Ýr Þorgrímsdóttir

2013

Hilmar Freyr Kristinsson

2012

Ísak Pálmason

2011

Anna María Kristinsdóttir

2010

Haraldur Gísli Sigfússon

2009

Hildur Sturludóttir

2008

Tryggvi Karl Valdimarsson

2007

Arngrímur Vídalín Stefánsson

2006

Silja Rut Thorlacíus

2005

Pétur Ólafur Aðalgeirsson

2004

Þóra Bjarnadóttir

2003


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 26.06.2013