1. |
Að gera nemendur að kennurum. Valgrein í lífsleikni og tölvutónlist. Einar Rafn Þórhallsson lífsleiknikennari. |
2. |
Lestrardagbók í sálfræðivali (ígrundun, samræður, hópverkefni, gátlisti). Sjöfn Guðmundsdóttir lífsleiknikennari. |
3. |
Nemendur kenna og vinna að stjórnmálafræðirannsóknum -rannsóknarverkefni, nemendafyrirlestrar, þróun símats. Valgrein. Sigmar Þormar félagsfræðikennari. |
4. |
Samstarfsverkefni í stærðfræði með Langholtsskóla - hlutföll og byggingar. Ágúst Ásgeirsson og Gísli Þór Sigurþórsson stærðfræðikennarar |
5. |
Samvinnunám í rekstrarhagfræði: Virkja nemendur til þátttöku og ábyrgðar í verkefnavinnu og námsmati - ígrundun-hópverkefni-kynningar-jafningjamat-samvinnumat. Dóra K. Sigurðardóttir hagfræðikennari. |
6. |
Þróun samvinnunáms og nýjunga í námsmati í líffræði t.d. sjálfsmat, jafningjamat, matslistar. Þóra Víkingsdóttir líffræðikennari. |
7. |
Tilraun með símat í jarðfræði byggt á þemaverkefnum, sjálfsmati og mati á virkni nemenda. Melkorka Matthíasdóttir jarðfræðikennari. |
8. |
Umræður í anda sókratískrar aðferðar í lífsleikni, sjálfsmat, jafningjamat, matsblöð. Björg Ólínudóttir, Einar Rafn Þórhallsson og Sjöfn Guðmundsdóttir lífsleiknikennarar. |
9. |
Útinám. Valgrein í lífsleikni og tölvutónlist. Einar Rafn Þórhallsson lífsleiknikennari. |
10. |
Þróun nýrrar þverfaglegrar valgreinar í líffræði og stærðfræði: Rannsóknarlíffræði. Íleana Manolescu stærðfræðikennari og Þóra Víkingsdóttir líffræðikennari. |
11. |
Þróun nýrrar þverfaglegrar valgreinar í líffræði og sögu: Mannslíkaminn í sögu og samtíð. Í valgreininni er lögð áhersla á samvinnunám og leiðsagnarmat, jafningjamat og sjálfsmat. Clarence Glad sögukennari og Þóra Víkingsdóttir líffræðikennari. |
12. |
Nýjungar í verkefnavinnu og námsmati í þjóðhagfræði sem miða að því að auka virka þátttöku nemenda bæði í námi og námsmati og prófa ólíkar aðferðir við próf. Dóra K. Sigurðardóttir hagfræðikennari. |
13. |
Ný valgrein í stærðfræði í mótun. Í greininni aðstoða nemendur í 3. og 4. bekk nemendur í 2. bekk við stærðfræðinámið. Prófaðar verða nýjungar í verkefnavinnu. Ileana Manolescu stærðfræðikennari. |
14. |
Nýjung í námsmati þar sem virkni nemenda er metin jafnóðum á Námsnetinu og hrósi beitt til að byggja nemendur upp. Ileana Manolescu stærðfræðikennari. |
15. |
Samvinnunám í 1. bekk í formi para- og hópavinnu nemenda og nýjungar í námsmati, m.a. þróun matskvarða til að meta vinnuframlag nemenda jafnóðum í formi ummæla. Jónína Helga Þórólfsdóttir félagsfræðikennari. |
16. |
Nýjungar í verkefnavinnu og námsmati. Þróun sjálfstæðrar verkefnavinnu nemenda með áherslu á virkni og ábyrgð nemenda. Þróun sjálfsmats og jafningjamats nemenda. Leifur Ingi Vilmundarson félagsfræðikennari. |
17. |
Nýjung í námsmati. Þróun munnlegra prófa í félagsfræði í formi umræðna nemenda og kennara um tiltekið þema og þróun mats á því. Leifur Ingi Vilmundarson félagsfræðikennari. |
18. |
Grunnþættir menntunar. Starfendarannsókn þar sem kennari skoðar sérstaklega grunnþáttinn jafnrétti: Hvernig eru starfshættir í kennslustund og samskipti við nemendur með tilliti til jafnréttis? Melkorka Matthíasdóttir jarðfræðikennari. |
19. |
Nýjungar í námsmati þar sem kennari tvinnar grunnþætti menntunar inn með því að gefa nemendum tíma til að skoða eigið nám, meta eigin frammistöðu og færa fókus á verkefnavinnu nemenda. Byggt er á hugmyndafræði nemendasjálfræðis og samvinnunáms. Selma Guðmundsdóttir þýskukennari. |
20. |
Nýjungar í námsmati og verkefnavinnu. Þróun minni og stærri hópverkefna í anda samvinnunáms í sálfræði og lífsleikni og þróun púslaðferðar við úrvinnslu úr hópastarfinu. Sjöfn Guðmundsdóttir sálfræði- og lífsleiknikennari. |
21. |
Nýjungar í námsmati og verkefnavinnu. Þróun samvinnunáms og þróun leiðsagnarmats í námsmati í líffræði í 3. bekk, t.d. sjálfsmat, jafningjamat og matskvarðar. Þóra Víkingsdóttir líffræðikennari. |