Ingunn Snćdal
Ingunn Snćdal er fćdd á Egilsstöđum 10. ágúst 1971 og ólst upp á Jökuldal. Hún lauk B.ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1996 og lagđi stund á írskunám viđ háskólann í Galway á Írlandi 1996-97. Áriđ 2006 hóf hún nám í íslenskum frćđum viđ Háskóla Íslands. Ingunn bjó í Írlandi frá 1996-98, á Costa Rica og í Mexíkó 1998-99, á Spáni 2001-02 og sumarlangt í Danmörku 1998. Á Íslandi hefur hún kennt í grunnskólum auk ţess ađ vera prófarkalesari, ráđskona í vegavinnu, bensínafgreiđslumađur, ţjónustustúlka, sendisveinn, keyra út póst, vinna á síldarvertíđ, semja auglýsingar og vera einkakennari. Fyrsta ljóđabók Ingunnar, Á heitu malbiki, kom út hjá höfundi 1995. Önnur bók hennar, Guđlausir menn – hugleiđingar um jökulvatn og ást, kom út 2006 hjá bókaforlaginu Bjarti. Bókin fékk Bókmenntaverđlaun Tómasar Guđmundssonar og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverđlaunanna. Ţriđja ljóđabók Ingunnar, Í fjarveru trjáa – vegaljóđ, kom út sumariđ 2008. Ljóđ eftir hana hafa einnig birst í nokkrum ljóđasöfnum, m.a. Ljóđ Austfirđinga1999, SkáldavalIV 2007, tímaritinu Andblć1996, Nema ljóđ og sögur1996, Huldumál – hugverk austfirskra kvenna2001, Wortlaut Island: Isländische Gegenwartsliteratur2000, Pilot: Debutantologi í Noregi og víđar. Ingunn hefur ennfremur ađeins gripiđ í ţýđingar hjá Bjarti.
(Heimild: Bokmenntir.is. Sótt 28.01.2011)
|