Forsíđa > Námiđ > Orđagaldur > Ljóđ á heimasíđu skólans > Prentvćnt

Snorri Hjartarson

Snorri Hjartarson var fćddur ţann 22. apríl 1906 á Hvanneyri í Borgarfirđi. Snorri ólst upp um átta ára skeiđ á Skeljabrekku og frá níu ára aldri í Arnarholti. Hann var sendur til náms í Flensborgarskóla í Hafnarfirđi 1920–22 og gekk í 4. og 5. bekk í Menntaskólanum í Reykjavík, en hćtti námi 1926 vegna brjóstveiki (berkla); var hann jafnan síđan heilsutćpur, einkum á veturna, og varđ ţó langlífur. 24ra ára hélt hann utan til listnáms í Kaupmannahöfn, 1930, og var um tíma hjá Jóni Stefánssyni listmálara, en á Listaháskólanum (Kunstakademiet) í Osló veturinn 1931–2. Ritstörf stundađi hann frá 1932. Var frumraun hans skáldsaga á norsku, Höit flyver ravnen, sem fjallađi "um kjör listamanna milli ástar sinnar og listar.

Frá 1939 átti Snorri heima í Reykjavík, viđ Eiríksgötu. Hann var bókavörđur viđ Bćjarbókasafn (síđar Borgarbókasafn) Reykjavíkur 1939–43 og yfirbókavörđur 1943–66.

Fyrsta ljóđabók Snorra, Kvćđi, kom út lýđveldisáriđ 1944, en í henni voru ljóđ ort frá 1940. Nćst kom ljóđabókin Á Gnitaheiđi, áriđ 1952. Ţriđja ljóđabók hans Lauf og stjörnur kom út áriđ 1966. Fjórđa og síđast ljóđabók hans, Hauströkkriđ yfir mér, kom út áriđ 1981.

Fyrir Lauf og stjörnur veittu bókmenntagagnrýnendur honum viđurkenningu sína, Silfurhestinn. Hann hlaut bókmenntaverđlaun Norđurlandaráđs 1981 fyrir fjórđu ljóđabók sína, Hauströkkriđ yfir mér. Ţann 4. okt. 1986 sćmdi heimspekideild Háskóla Íslands hann heiđursdoktorsnafnbót: doctor litterarum Islandicarum honoris causa. – Snorri lézt ţann 27. desember 1986, liđlega áttrćđur ađ aldri. – Međ konu sinni, Solveigu Björnstad, sem hann var kvćntur í fjögur ár, var hann barnlaus.

 

(Heimild: Ţetta yfirlit er unniđ úr yfirliti yfir ćvi og verk Snorra á vefsíđu Kirkjugarđasambands Íslands  gardur. is)


Menntaskólinn viđ Sund | Gnođarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgđarmađur: Már Vilhjálmsson | Ţessi síđa var síđast uppfćrđ 28.01.2011