Hannes Pétursson
Pistill frá Hannesi Péturssyni
Frá höfundi
Ég hef aldrei lagt fyrir mig ţá spurningu hvers vegna ég yrki og skrifi, ekki frekar en ég hef spurt af hverju hestar hneggi og hundar gelti, en ekki öfugt. Ég er bandingi raddar sem tók öll völd innra međ mér áđur en ég náđi fermingaraldri.Sú rödd var í senn hlý og ströng og fyllti mig ólýsanlegri ţrá. En hún einskorđađi um leiđ viljakraft minn og metnađ, eđa ef til vill ćtti ég ađ segja: einfaldađi hvort tveggja, ţví ritvöllur varđ eftir ţetta sá eini völlur sem stóđ mér til bođa, ef ég kaus á annađ borđ ađ verđa einhvers nýtur, jafnvel mađur međ mönnum.Ţannig var ég sviptur öllu vali um meginstefnu í ţessu lífi. Og ég harma síđur en svo ţađ hlutskipti.Ég viđurkenni ađ ég hef aldrei áttađ mig til fulls á ritvellinum, ţótt ég hafi um áratugi hvergi getađ annars stađar veriđ. Samt finnst mér endilega ađ ţar séu einhvers stađar vítateigar, mörk og fleira slíkt.Eitt veit ég ţó međ vissu: ađ eina tungan sem skiptir mig máli á ţessum velli er íslenzka, ţótt viđ og viđ heyrist önnur mál í gjallarhornum.Verst ţykir mér ađ ég verđ ţví fáfróđari í íslenzku ţeim mun meira sem ég legg mig fram um ađ lćra hana og nota af bođlegu viti. Hún stćkkar sífellt og stćkkar inn á viđ í allar áttir.Ýmsir virđast trúa ţví ađ íslenzka liggi hér ađeins í lofti yfir ritvellinum, eins og hver annar blástur yfir knattspyrnuvöllum landsins. En fyrir löngu tók mig ađ gruna allt annađ, nefnilega ađ hún kynni ađ vera sjálfur ritvöllurinn.En ţetta ţarf ađ rannsaka betur.Hannes Pétursson, 2001.
(Heimild: Bókmenntir.is. Sótt 28.01.2011)
|