Forsíđa > Námiđ > Orđagaldur > Ljóđ á heimasíđu skólans > Prentvćnt

Sigurbjörg Ţrastardóttir

Ljóđ í neyđ 

Geng stundum upp fyrir og sćki ljóđ í heiđarlindina ber ţau
heim í tveimur skjólum á trjábol sem ég reiđi yfir herđarnar
sný mér aftur ađ húsverkum um stund en jafnskjótt og
ţurrkurinn verđur óbćrilegur gríp ég gamla ausu sem amma
mín lét mér eftir og eys yfir mig orđaflaumi úr skjólunum.

Ţađ er eitthvađ líkamlegt viđ áráttuna ađ yrkja. Ég finn ađ minnsta kosti enga ađra skýringu á skrifum mínum en ţá sem fram kemur í ofangreindum línum. Ég skrifađi ţćr fyrir nokkrum árum og geymi á góđum stađ.

Í ljóđi er líka hćgt ađ segja svo margt sem erfitt er ađ tjá međ öđrum hćtti (t.d. tilgátur um ţađ hvers vegna menn skrifa) og best ađ láta ţar viđ sitja.

Ég vona ađ heiđarlindin tćmist aldrei.

Međ lengri texta gegnir svipuđu máli – ţó ekki alveg. Uppsprettan er sú sama en ferđalagiđ lengra, stundum um býsna framandi heima. En fyrst ljóđunum var lýst međ ljóđi, er rétt ađ lýsa sögunum međ sögu:

Ţegar Hvalfjarđargöngin voru opnuđ hinn 11. júlí 1998 var afráđiđ ađ halda almenningshlaup í hinum nýju göngum áđur en umferđ almennings yrđi hleypt á. Ţetta var daginn eftir ađ Akraborginni var endanlega lagt og athyglin beindist ţví öll ađ hinum dularfullu göngum sem sprengd höfđu veriđ undir hafsbotninn, hvorki meira né minna. Daginn fyrir hlaup fékk ég ţá hugdettu ađ slást í hóp skemmtiskokkara, dró fram gamla strigaskó, skráđi mig og fékk m.a.s. sérmerktan bol til ţess ađ hlaupa í. Ég var alls ekki í líkamlegu formi til stórátaka – réđi í mesta lagi viđ kvöldgöngu um hverfiđ – en ţar sem ég hafđi aldrei séđ hlaupaleiđina vissi ég ekki hvađ í vćndum var. Enginn hafđi séđ innviđi ganganna áđur. Og ekki síst af ţeim sökum virkuđu ţau svo spennandi.  

Fariđ var međ rútu frá Akranesi fyrir Hvalfjörđ, í síđasta sinn sem margir óku ţann veg. Á tilsettum tíma tóku svo hlauparar, hjólreiđamenn og línuskautaliđar sér stöđu viđ gangamunnan sunnan megin og hófu teygjućfingar. Undir ţeim strekkingum hélt prúđbúinn mađur opnunarrćđu og fléttađi inn í hana ađvörunarorđ; göngin vćru drýgri en margan grunađi ... o.s.frv. en fólkiđ hélt samt áfram ađ hita upp og brosti sín á milli. Svo var skotiđ úr skammbyssunni. 

Göngin voru stórkostleg. Dálítiđ dimm á međan sjáöldrin vöndust, en víđ og vel gerđ. Leiđin lá niđur í móti og ég byrjađi strax ađ hlaupa viđ fót ţótt ég hefđi vandlega brýnt fyrir sjálfri mér fyrirfram ađ skynsamlegast vćri nú ađ ganga jafnt og ţétt til ţess ađ springa ekki á limminu. En nei, ég hljóp og hljóp, fannst ég nćstum svífa á loftpúđaskónum og mér var alveg sama hversu margir voru á undan mér og hversu margir á eftir, ţetta var minn hrađi og mér fannst gaman.

Ég hljóp ţangađ til óvćntur hlaupastingur gerđi vart viđ sig, ţess var dapurlega skammt ađ bíđa. Ţá skipti ég í röska göngu, leiđin lá enn niđur í móti og ég reyndi ađ hugsa ekki út í ţađ hvađ ég vćri stödd langt undir sjávarmáli. Hlaupastingurinn dvínađi eilítiđ en ţó ekki alveg. Ég gekk og gekk. Ţegar mig grunađi ađ nú hlyti ég brátt ađ hitta fyrir brekkuna sem bćri mig upp hinum megin, gekk ég fram á skilti sem sýndi vegalengdina sem ég hafđi lagt ađ baki. Ţar stóđ: 1,5 km. Ég greip um sára síđuna og hćtti eitt augnablik ađ anda. Göngin eru 5,8 km löng.

Ég herti upp hugann og tók aftur til viđ ađ hlaupa, andađi eins hćgt og hljótt og mér var frekast unnt og virti fyrir mér útsýniđ, ljósin, vifturnar, hálfmanngerđa veggina, veginn, kantana, neyđarsímana. Margir höfđu dregist aftur úr, en margir voru líka komnir úr augsýn fyrir framan mig. Og allt í einu fannst mér aftur gaman. Ţetta var í raun stórkostlegt ćvintýri; ađ fá ađ vera ein međ hugsunum mínum í iđrum jarđar og hafa allan heimsins tíma til ráđstöfunar.

Ég gekk og valhoppađi á víxl, tók snarpa spretti og setti undir mig svitastorkiđ höfuđiđ ţegar brekkan norđan megin tók viđ. Hún var ótrúlega lúmsk. Ekkert tiltakanlega brött, en löööng. Um tíma missti ég aftur trúna, hélt ég myndi aldrei ná í mark, fannst ađ ég myndi nćsta örugglega láta lífiđ ţarna einhvers stađar úti í kanti.

En ég var komin of langt til ţess ađ hćtta viđ og ţetta var líka erfiđi sem borgađi sig, ţví viđ marklínuna fékk ég medalíu um hálsinn (eins og reyndar allir hinir) og var svo glöđ međ ţetta litla ćvintýri ađ strengir komandi daga voru ekkert nema ljúf áminning um lítinn en mikilvćgan áfanga í lífinu.

Eftir á ađ hyggja var alveg nákvćmlega eins reynsla ađ skrifa fyrstu skáldsöguna. Hún hófst sem hugdetta og ef ég hefđi haft hugmynd um ţá löngu, og á stundum rökkvuđu, leiđ sem ég mátti leggja ađ baki til ađ ná lokapunkti, hefđi ég kannski aldrei fariđ af stađ. En ţađ var gaman ađ vera landkönnuđur, gaman ađ mćđast, svitna, jafna hrađann, stilla sig um ađ grípa í neyđarsímann. Ţetta var reynsla sem herti, kenndi – og skemmti.

Ég er reiđubúin ađ draga aftur fram gömlu strigaskóna hvenćr sem er. Og ég vona ađ ég finni ćvinlega (eins og allir hinir) ljósiđ viđ enda ganganna.

(Sigurbjörg Ţrastardóttir 2002. Sótt á vefsíđuna bokmenntir.is 3.febrúar 2011)


Menntaskólinn viđ Sund | Gnođarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgđarmađur: Már Vilhjálmsson | Ţessi síđa var síđast uppfćrđ 03.02.2011