Starfsfólk á iði
Íþróttatímar fyrir starfsfólk
Skólinn býður starfsfólki upp á opna tíma í Hálogalandi og í Brambolti (íþróttasal og tækjasal) á miðvikudögum og föstudögum. Tækjasalur er einnig opinn til afnota á öðrum tímum þegar ekki er verið að kenna þar fyrir starfsfólk.
Hjólaklúbbur starfsfólks
Hjólaklúbbur er starfandi í skólanum og er farið í nokkrar styttri ferðir (10-25 km) á skólaárinu auk þess sem farið er í lengri og erfiðari ferðir sem ætlaðar eru þeim sem hjóla reglulega. Virkir meðlimir hjólaklúbbsins taka einnig þátt í átakinu Hjólað í vinnuna. Formaður hjólaklúbbsins er Stefán Halldórsson.
|