Forsíða > Fræðsluefni > Heilsueflandi skóli > Prentvænt

Geðrækt

Sérstök markmið Menntaskólans við Sund með átaki um geðrækt er að stuðla að almennri vellíðan og draga úr fordómum gagnvart geðsjúkdómum með aukinni upplýsingagjöf. Á vef Lýðheilsustöðvar sem stýrir verkefninu Heilsueflandi framhaldsskólar eru eftirfarandi markmið sett með átakinu um geðrækt.

Markmið Geðræktar eru eftirfarandi:

1. Bæta líðan almennings

2. Auka forvarnir og fræðslu um geðsjúkdóma og geðheilbrigði. Enn fremur er talið brýnt að forvörnum sé sinnt á öllum stigum geðheilbrigðisþjónustunnar og gerð um það víðtæk forvarnaráætlun."

a. draga úr fordómum í garð fólks sem verður fyrir geðröskun

b. auka þekkingu innan heilsugæslunnar um geðraskanir

c. auka þekkingu almennings um eðli geðraskana. Stuðla að því að rannsóknum á árangri forvarnaraðgerða verði sinnt

3. Auka geðheilbrigðisvitund landsmannaHeildaralgengi geðraskana á Íslandi er talið vera 22%. Samkvæmt því má gera ráð fyrir að um 50.000 Íslendingar, fimm ára og eldri, þjáist af einhvers konar geðtruflun á hverjum tíma."

a. auka tilfinningu manna og skilning samfélagsins fyrir geðheilsu,eigin og annarra

b. draga úr áhrifum geðraskana á einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild

c. auka skilning landsmanna á geðröskunum og afleiðingum þeirra fyrir samfélagið

d. stuðla að því að geðheilbrigði sé jafnsjálfsögð og eftirsóknarverð og líkamleg hreysti

4 Draga úr samfélagslegri byrði og kostnaði vegna geðraskana

a. draga úr tíðni geðraskana

b. fækka veikindadögum af völdum geðrænna kvilla

c. fækka innlögnum á geðdeildir

d. stuðla að skynsamlegri notkun geðlyfja

e. minnka óbeinan kostnað tengdan geðröskunum

f. fækka sjálfsvígum

(Tekið af vef Lýðheilsustöðvar 25. júní 2010)


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 24.08.2010