Fræðsla um mataræði

Mötuneyti í MS

Forsíða > Fræðsluefni > Heilsueflandi skóli > Prentvænt

Næring

Handbók um mataræði í framhaldsskólum

er komin út á vegum Lýðheilsustöðvar. Handbókin er gefin út í tengslum við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli og er ætluð sem stuðningur við skólann í vinnu sinni við að stuðla að hollu mataræði nemenda og starfsfólks.

Í handbókinni er hugmyndafræði heilsueflandi framhaldsskóla kynnt stuttlega, en þar er m.a. lögð áhersla á heildræna stefnu á sviði næringar. Einnig eru í handbókinni heilsuskilaboð til nemenda. Megináhersla handbókarinnar er þó á matarframboð í framhaldsskólum, hvort heldur í mötuneyti eða sjoppu, sé hún til staðar, og tillögur eru að uppröðun vara. Einnig er sérstaklega fjallað um hádegisverð með tilliti til hráefnavals. Um er að ræða hagnýtar ábendingar fyrir starfsfólk um matarframboð, hollustu, matreiðslu, matseðlagerð, hreinlæti og innkaup. Auk þess er í handbókinni tillaga að sex vikna matseðli ásamt uppskriftum af fjölda rétta.


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 25.06.2010