Geðrækt

Hreyfing

Lífsstíll

Næring

Forsíða > Fræðsluefni > Prentvænt

Heilsueflandi skóli

Það er margt sem hefur áhrif á líkamlega, andlega og félagslega heilsu framhaldsskólanema enda líf ungmenna gjarnan fjölbreytt og annasamt. Lífsstíll þeirra, vinir, fjölskylda, menning og umhverfi eru aðeins fáeinir áhrifaþættir sem nefna má í því samhengi. Einn vettvangur, sem skiptir verulega miklu máli, er framhaldsskólinn enda mótar hann að miklu leyti einstaklingana sem þar vinna og nema þótt hann sé vissulega ekki eylendi. Heilsuefling og forvarnir í framhaldsskólum eru því brýn verkefni, ekki eingöngu vegna þess að góð líðan nemenda stuðlar að bættum námsárangri og minna brottfalli brotthvarfi úr skólum heldur einnig vegna þess að það sem ungt fólk temur sér á unglingsárunum getur mótað heilsuhegðun þess til lengri tíma. M.ö.o. er um að ræða almenna líðan, velgengni og hamingju ungs fólks, bæði nú og til frambúðar (Lýðheilsustofnun, 2010).

Tengiliður Menntaskólans við Sund

Lóa Steinunn Kristjánsdóttir vinnuumhverfisstjóri, Kristbjörg Ágústsdóttir verkefnastjóri

Norræni loftslagsdagurinn

Norræni loftslagsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í þriðja sinn 11. nóvember nk. Þema ársins er loftslag og matur. Dagurinn er sameiginlegt verkefni allra norrænu menntamálaráðherranna og felst meðal annars í því að efla kennslu um loftslagsmál á Norðurlöndum og jafnframt að auka og efla samstarf kennara og nemenda á Norðurlöndum. Í tengslum við átakið Heilsueflandi framhaldsskóli munu nemendur í líffræði vinna verkefni um næringu, framleiðslu og flutning matvæla og áhrif þess á loftslag.

Hægt er að fara á vefsíðu Norræna loftslagsdagsins með því að smella á merki hans hér að neðan.

 

 

 

Tengiliður Lýðheilsustöðvar

Héðinn Svarfdal Björnsson

Heimasíða verkefnisins á Lýðheilsustöð

Hægt er að skoða heimasíðu verkefnisins á vef Lýðheilsustöðvar hér


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 29.09.2014