Forsíða > Námið > Námsgreinar > Stærðfræði > Prentvænt

Stærðfræði 4.N(l,u)

STÆ 4N5

Stærðfræði í 4. bekk, náttúrufræðibraut, líffræði-/umhverfiskjörsviði

(Samsvarar að hluta til  STÆ 603 og STÆ 703 í Aðalnámskrá)

   Námslýsing

Fengist er við ýmis atriði eldra námsefnis, stærðfræðifræðigreiningu, flatarmyndafræði, heildun, fléttu- og líkindafræði og tvinntölur.

   Markmið

Nemendur

-   geti leyst verkefni sem byggja á eldra námsefni

-   hafi góðan skilning á rauntalakerfinu og rauntölum

-   geri sér grein fyrir markgildum falla

-   geri sér grein fyrir undirstöðueiginleikum samfelldra og deildanlegra falla

-   kunni enn frekari skil á vísis- og lograföllum

-   vinni enn frekar við flatarmyndafræði s.s. stikaform og fleira

-   kunni bæði hlutheildun og heildun með innsetningu

-   kunni skil á fléttufræði og líkindafræði

-   kunni skil á tvinntölum

   Kennsluaðferðir

Kennari fer í aðalatriði texta og reiknar eða útskýrir sýnidæmi eftir því sem þurfa þykir og tími vinnst til.  Lögð áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda og að þeir lesi vel texta og skoði eða reikni sýnidæmi. Æfingar skulu nemendur leysa sjálfir eða með aðstoð kennara ef með þarf. Gert er ráð fyrir að nemendur skili reglulega heimaverkefnum sem krefjast þekkingar á námsefni fyrri áfanga.

   Námsmat

Stúdentspróf er skriflegt yfirlitspróf úr námsefni 2., 3. og  4. bekkjar. Námseinkunn er gefin fyrir  frammistöðu í kennslustundum.


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 03.02.2004