Stærðfræði 4.F(h)
STÆ 4H4
Stærðfræði í 4. bekk, félagsfræðabraut, hagfræðikjörsviði
(Á sér ekki samsvörun í Aðalnámskrá)
Námslýsing
Eftirfarandi námsþættir eru teknir fyrir: Bestun: Samfeldni og gröf; fyrsta og önnur afleiða; að rissa upp föll; algild hámörk og lágmörk. Afleiður: Fastinn e og samfelldir samsettir vextir; afleiða logra; veldis og vísisfalla; keðjureglan (almennt form); hagnýting afleiðu. Heildun: Andafleiður og heildi; heildun með innsetningu; diffurjöfnur: vöxtur og hrörnun; töluleg greining; flatarmál milli grafa; hagnýting heildunar; hlutheildun. Föll af fleiri en einni breytistærð; hlutdeildun; hámörkun og lágmörkun, líka með Lagrange margfaldara; tvöföld heildi. (ath. hér notkun semikommu)
Kennsluaðferðir
Kennari fer í aðalatriði texta og reiknar eða útskýrir sýnidæmi eftir því sem þurfa þykir og tími vinnst til. Lögð er megináhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda og því er þýðingarmikið að nemandi lesi vel texta og skoði eða reikni sýnidæmi. Æfingar skulu nemendur leysa sjálfir eða með aðstoð kennara ef með þarf.
Námsmat
Stúdentspróf að vori er skriflegt yfirlitspróf úr námsefni 3. og 4. bekkjar. Námseinkunn er gefin fyrir frammistöðu í náminu yfir veturinn.
|