Forsíða > Námið > Námsgreinar > Stærðfræði > Prentvænt

Stærðfræði 3.N(e)

STÆ 3E7

Stærðfræði í 3. bekk, náttúrufræðibraut, eðlisfræðikjörsviði

(Samsvarar að hluta STÆ 503 í Aðalnámskrá, sumt er ekki í áfangalýsingum Aðalnámskrár)

   Námslýsing

Farið er enn frekar í föll og deildanleika þeirra, heildun og flatarmál, í hornaföll, andhverf föll, í vísis- og lograföll, flatarmyndarfræði, runur og raðir og þrepasönnun.

   Markmið

Nemendur

-   geti notað deildareikning til að kanna föll enn frekar

-   kunni skil á heildareikningi

-   kunni ákveðnar aðferðir til að leysa heildi

-   kunni helstu reglur um ákveðið heildi og geti hagnýtt sér þær

-   kunni enn frekari skil á jöfnum, ójöfnum og afleiðum hornafalla

-   þekki og kunni að vinna með andhverf föll

-   kunni enn frekari skil á vísis- og lograföllum

-   vinni meira með flatarmyndafræði, s.s. jöfnu hrings og stikaform

-   þekki og kunni að vinna með endanlegar og óendanlegar runur og raðir

-   kunni að nota þrepun til að sannreyna ályktanir út frá þrepunarskilgreiningum

-   hafi tamið sér stærðfræðileg vinnubrögð og geti sannað helstu setningar eða

    reglur úr námsefninu

   Kennsluaðferðir

Kennari fer í aðalatriði texta og reiknar eða útskýrir sýnidæmi eftir því sem þurfa þykir og tími vinnst til.  Lögð er megináhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda og því brýnt fyrir þeim að lesa vel texta og skoða eða reikna sýnidæmi. Æfingar skulu nemendur leysa sjálfir eða með aðstoð kennara ef með þarf.

   Námsmat

Annareinkunnir byggjast á prófum í lok anna og vinnueinkunnum fyrir frammistöðu á hvorri önn. Í lok vorannar eru tvö skrifleg próf.


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 26.01.2011