Forsíđa > Frćđsluefni > Prentvćnt

Afmćli skólans

 Menntaskólinn viđ Sund 40 ára

Hér ađ neđan er rćđa rektors, Más Vilhjálmssonar sem hann flutti á sal skólans 1. október 2009 í tilefni afmćlisins.

 

40 ÁR FRÁ ŢVÍ AĐ SKÓLINN HÓF STÖRF

Ávarp rektors á sal skólans, Hálogalandi, 1. október 2009

Komiđ ţiđ sćl og velkomin í Hálogaland. Í dag eru liđin 40 ár og 65 mínútur síđan skólinn hóf störf á ţessum 274 degi ársins. Fyrsti skóladagurinn var nefnilega miđvikudagurinn 1. október 1969. Ţá hófu um 200 nemendur nám í nýjum menntaskóla. Hófst kennsla klukkan 10 ţann morgun. Skólinn var síđan settur formlega 18. október sama ár og fékk ţá formlega nafniđ Menntaskólinn viđ Tjörnina. Einari Magnússyni rektor MR var faliđ ađ stýra skólanum fyrsta starfsáriđ en eftir ţađ var Björn Bjarnason skipađur sem rektor skólans og stýrđi honum í 17 ár.   

Áriđ 1969 var Dr. Gylfi Ţ. Gíslason menntamálaráđherra.  Í rćđu hans, viđ setningu skólans, sagđi hann m.a. „...Menn gera sér í vaxandi mćli ljóst, ađ skólarnir eru einhverjar mikilvćgustu stofnanir ţjóđfélagsins. Ef ţeir eru lélegir, verđur ţjóđfélagiđ ófullkomiđ. Ef ţeir eru góđir, bćtir ţađ skilyrđi til ţess ađ lifađ sé farsćlu lífi.“ Í rćđunni segir hann einnig: „ Enginn dregur í efa gildi ţekkingar, skynsemi og tćkni. Öll vitum viđ hvađ viđ eigum ţessu öllu ađ ţakka. Einmitt skólarnir eiga ađ vera eitt ađalheimkynni skynseminnar, ţar er ţekkingin varđveitt og aukin. Ţeir eru undirstađa ţess ađ tćknin eflist. Samt megum viđ ekki gleyma ţví, ađ mađurinn lifir til ţess ađ njóta lífsins, og hann nýtur lífsins ekki til ađ nota skynsemi sína, ekki til ţess ađ auka ţekkingu sína, ekki til ţess ađ njóta ţćginda tćkninnar. Mađurinn lifir til ţess ađ njóta lífsins og hann nýtur lífsins ţví ađeins, ađ hann sé farsćll og góđur, ţví ađeins ađ hann sé sífellt ađ ţroskast og vitkast. Skynsemin ein fćrir ekki farsćld, ţekkingin ein ekki ţroska, ţćgindin ein ekki hamingju. Ef mađurinn beitir skynseminni ekki til góđs, ef hann vitkast ekki af ţekkingu sinni, ef ţćgindin gera hann hóglífan, ţá ţroskast hann ekki, ţá verđur hann ekki farsćll. Viđ eigum heilanum svo mikiđ ađ ţakka, ađ ţađ vill nú orđiđ gleymast of oft,  ađ ţađ er líka hjarta í hverjum manni. Og göfugt hjarta er hverjum manni ekki minna virđi en góđur heili.“  Ef til vill er hvergi ríkari ástćđa til ţess ađ leggja áherslu á ţetta en í skóla, og ţá ekki síst nýjum skóla. Menn verđa ađ vita, til hvers menn eru ađ lćra. Ţađ er ekki ađeins vegna ţekkingarinnar sjálfrar, heldur til ţess ađ geta gegnt hlutverki sínu í lífinu betur en ella.“  

Ţessi orđ Gylfa eiga alveg eins vel viđ í dag og fyrir 40 árum.

En hvernig var áriđ 1969? Ţađ er satt best ađ segja fróđleg lesning ađ lesa dagblöđin frá ţessum tíma. Sumt sem ţar stendur hefđi alveg eins getađ birst í blađi dagsins í dag. Annađ minnir okkur á hve margt hefur breyst á undraskömmum tíma. Tökum dćmi: Áriđ 1969 var iđnađarráđherra Jóhann Hafstein. Í Visi 1. október 1969 er lítil frétt ţess efnis ađ iđnađarráđherra hafi átt sérlega árangursríkan fund međ Bretum um uppsetningu á olíuhreinsistöđ á Íslandi. Enn í dag eru menn ađ vinna ađ ţví ađ setja á fót olíuhreinsistöđ á Íslandi. Vonandi verđur einnig svo eftir önnur 40 ár.  Sumt viljum viđ síđur ađ takist, umhverfisins vegna. En ţađ er líka margt í fréttunum 1969 sem minnir okkur á hve langt er um liđiđ síđan skólinn okkar tók til starfa. Á ţessum tíma var Harold Wilson forsćtisráđherra Breta og í stjórnarandstöđu fyrir íhaldsmenn var Edward Heath. Bretar voru ekki í Evrópusambandinu og töldu ađ Evrópusambandiđ myndi grćđa miklu meira á inngöngu ţeirra en ţeir á inngöngu í sambandiđ. Austurblokkin í Evrópu stóđ grá fyrir járnum gegn vesturveldunum, Austur Ţýskaland, Sovétríkin og Kína sem ţá var undir stjórn Mao Tse Tung voru međ kommúnistískt skipulag og heimurinn var pólitískt svartur og hvítur ţar sem á tókust kommúnistadjöflarnir og kapilista svínin eins og pólitískir andstćđingar áttu til ađ kalla hvorn annan.

20. júlí 1969 lenti Appollo 11 á tunglinu og fyrstu mennirnir (Amstrong og Aldrin) stigu fćti sínum á Tungliđ og Concorde ţota Breta og Frakka rauf hljóđmúrinn í fyrsta sinn ţetta ár. Áriđ 1969 náđu stóru matvćlafyrirtćkin í Reykjavík samkomulagi um ađ hćtta ađ svíđa kindahausa yfir opnum olíueldi og nota ţess í stađ própangas. Ţetta var mikiđ framfaraskref í umhverfismálum!

Sjónvarpstćki voru fá og svarthvít, ţađ var ekkert internet, engar tölvur, enginn tölvupóstur og engar spjallrásir, ekkert You tube, Facebook, né pítsustađir. Engin Hreyfing eđa World Class.  Ekkert vídeó, engir geisladiskar eđa DVD. Engar ljósritunarvélar og engar tússtöflur í skólum. Dagblöđin sem komu út voru Vísir, Morgunblađiđ, Alţýđublađiđ, Tíminn og Ţjóđviljinn. Samkomulag var gert viđ Bandaríkjamenn um merkingar á sígarettupökkum sem Rolf Johansen flutti inn og Reykholt í MT stóđ undir nafni ţví ţar var reykt í skólanum svo mikiđ ađ stundum var sem ţoka vćri yfir öllu. Melavöllurinn var ţar sem Ţjóđarbókhlađan er og víđa voru malarvegir í borginni. Viđ seldum Rússum trefla, gćrur og gaffalbita (stundum skemmda)  í skiptum fyrir olíu og viđ silgdum á Hull og Grimsby međ ferskan fisk. Viđ skiptum viđ Pólverja á fiski og Prins Polo, sem var og er besta súkkulađikexiđ í bćnum. Á vegum Skipaútgerđar ríkisins silgdu Herjólfur, Herđubreiđ og Baldur. Landflutningar međ flutningabílum ţekktust varla.  Frćgasti íţróttamađur heims var Bob Beamon sem áriđ áđur hafđi sett ótrúlegt heimsmet í langstökki í Mexico 8,90m og sama ár varđ Jime Hines fyrsti mađurinn til ađ hlaupa 100 metrana undir 10 sekúndum og fyrsta konan hljóp 100 metrana á 11 sekúndum sléttum. Áriđ 1969 var Hermann Gunnarsson atvinnumađur í fótbolta međ Eisenstadt í Austurríki og í frétt á forsíđu Vísis 1. október 1969 kemur fram ađ hann ţurfti ađ grenna sig um heil 7 kíló til ađ gleđja ţjálfarann.

Ţađ hefur ţví margt breyst á ţessum árum, en eins og kom svo vel fram í rćđu Gylfa Ţ. Gíslasonar fyrrum menntamálaráđherra erum viđ ţó ţau sömu í grunninn. Tilgangur menntunar er sá sami og okkur ber ađ muna ađ ţrátt fyrir ađ viđ eigum heilanum svo mikiđ ađ ţakka ţá er hjarta í sérhverjum manni.

Skólinn hefur alla tíđ haft skemmtilega nemendur og haft á ađ skipa afbragđsgóđu starfsfólki sem hefur veriđ trútt sínum vinnustađ í gegnum áratugina. Nú eru ađ verđa kynslóđaskipti í MS. Ţeir sem hófu störf viđ MT fyrir margt löngu eru farnir á eftirlaun og nýtt fólk tekiđ viđ. Á ţessu er ţó undantekning: Halldór Hannesson stćrđfrćđikennari er einn ţeirra sem hóf störf áriđ 1969 sem stundakennari viđ MT ţó svo ađ hann hafi síđar fariđ til annarra starfa. Hann er ţví einn af ţeim kraftmiklu frumkvöđlum sem ýttu skólanum okkar af stađ fyrir 40 árum. Skólinn allur ber enn svipmót ţessara frumkvöđla. Halldór komdu hér upp til mín!

Ágćtu MS –ingar, 40 ára afmćli skólans verđur fagnađ í allan vetur. Viđ ćtlum ađ gera okkur dagamun af og til, bćđi líta til baka til fortíđar, njóta nútíđarinnar og horfa fram á veginn. Í Ţrísteini er búiđ ađ setja upp nokkrar myndir frá upphafi skólans. Hér á sviđinu er nýr hátíđarfáni skólans og á fánastönginni framan viđ skólann blaktir nú nýr skólafáni.  Hér á eftir verđur á eftir bođiđ upp á grillađar pulsur fyrir ţá sem ţađ vilja og síđan eru líka grillađar pylsur sem vilja ţćr frekar. Til hamingju međ daginn og skólann okkar. Verđi ykkur ađ góđu.


Menntaskólinn viđ Sund | Gnođarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgđarmađur: Már Vilhjálmsson | Ţessi síđa var síđast uppfćrđ 01.10.2009