Forsíða > Námið > Námsgreinar > Stærðfræði > Prentvænt

Stærðfræði 2.N

STÆ2 N6

Stærðfræði í 2. bekk, náttúrufræðibraut

(Samsvarar STÆ 303 og STÆ 403 í Aðalnámskrá)

   Námslýsing

Hornaföll, vigrar og talningarfræði:Viðfangsefnin eru vigrar og hornaföll, tengsl algebru og rúmfræði í hnitakerfi og kynning á talningarfræði. Nemendur kynnast flatarmyndarfræði í hnitakerfi og læra að sanna helstu reglur þar að lútandi.

Föll, markgildi og deildun: Viðfangsefnin eru vísis- og lograföll, markgildi og deildun algengra falla. Fjallað er um hvernig afleiðu er beitt við könnun falla.

   Markmið            

Nemendur

-   kunni undirstöðuatriði yrðingarökfræði

-   kunni skil á einföldum aðferðum úr talningarfræði

-   hafi öðlast góða þjálfun í hornafræði þríhyrninga

-   kunni skil á vigurreikningi í sléttum fleti

-   kunni skil á lotubundnum föllum

-   kunni að sanna helstu reglur námsefnis

-   hafi góðan skilning á rauntölum

-   þekki til vísis- og lografalla

-   geri sér grein fyrir markgildum falla

-   kannist við hugtakið samfelldni

-   kunni skil á deildareikningi

-   kunni helstu reiknireglur um deildun

-   geti notað deildareikning til að kanna föll

   Kennsluaðferðir

Kennari fer í aðalatriði texta og reiknar eða útskýrir sýnidæmi eftir því sem þurfa þykir og tími vinnst til.  Lögð er megináhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda og því brýnt fyrir þeim að lesa vel texta og skoða eða reikna sýnidæmi. Æfingar skulu nemendur leysa sjálfir eða með aðstoð kennara ef með þarf.

   Námsmat

Annareinkunnir byggjast á prófum í lok anna og vinnueinkunnum fyrir frammistöðu á hvorri önn.


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 24.02.2005