Stærðfræði 2.F(h)
STÆ 2H6
Stærðfræði í 2. bekk, félagsfræðabraut, hagfræðikjörsviði
(Samsvarar STÆ 313 og STÆ 363 í Aðalnámskrá)
Námslýsing
Tölfræði og líkindareikningur I:Meginviðfangsefni eru umfjöllun um töluleg gögn og myndræna framsetningu á þeim með myndritum, einkennistölur fyrir gagnasöfn og dreifingu og undirstöðuatriði líkindareiknings á endanlegu útkomurúmi, þar á meðal frumatriði talningar- og fléttufræði. Ennfremur fjallað um líkindadreifingar og fylgni.
Föll og deildun:Meginviðfangsefni eru deildun algengra falla, línuleg bestun, runur og raðir og hagnýting þessara hugtaka til skýringar á fyrirbærum á sviði náttúru, samfélags og viðskipta.
Markmið
Nemendur
- kunni góð skil á undirstöðuhugtökum lýsandi tölfræði
- hafi tamið sér fjölbreytt vinnubrögð og gagnrýnin viðhorf við vinnslu tölfræðilegra gagna
- kunni góð skil á líkindahugtakinu
- geti nýtt einfalda líkindadreifingu sem líkan við útreikning líkinda
- geti reiknað út fylgni milli tveggja breyta og túlkað fylgnistuðla
- geti hagnýtt sér þekkingu á vísisföllum
- þekki jafnmunarunur og jafnhlutfallarumur og hagnýtingu þeirra í vaxtareikningi og greiðslur í viðskiptum
- kynnist undirstöðuatriðum deildareikning
- kynni reiknireglur um afleiður falla
- geti hagnýtt deildareikning til að kanna föll
- geti komið hagnýtum verkefnum um útgildi í stærðfræðilegan búning og leyst þau
- geti leyst einföld dæmi um línulega bestun
- geti komið hagnýtum verkefnum um línulega bestun í stærðfræðilegan búning og leyst þau á grafískan hátt
Kennsluaðferðir
Kennari fer í aðalatriði texta og reiknar og útskýrir sýnidæmi eftir því sem þurfa þykir og tími vinnst til. Annars er lögð megináhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda. Að nemendur vinni í hóp með öðrum að lausn verkefni. Áhersla lögð á notkun grafískra reiknivéla við lausn verkefna. Æfingar eiga nemendur að leysa sjálfir eða með aðstoð kennara ef með þarf.
Námsmat
Annareinkunnir byggjast á prófum í lok anna og vinnueinkunn fyrir frammistöðu á hvorri önn.
|