Forsíða > Námið > Námsgreinar > Stærðfræði > Prentvænt

Stærðfræði 2.F(f)

STÆ 2F6

Stærðfræði í 2. bekk, félagsfræðabraut, félagsfræðikjörsviði

(Samsvarar STÆ 313 og STÆ 413 í Aðalnámskrá)

   Námslýsing

Tölfræði og líkindareikningur I: Einkum er fjallað um töluleg gögn og myndræna framsetningu á þeim með myndritum, einkennistölur fyrir gagnasöfn og dreifingu og undirstöðuatriði líkindareiknings á endanlegu útkomurúmi, þar á meðal frumatriði talningar- og fléttufræði. Fjallað er um notkun tölva við lausn tölfræðilegra verkefna (t.d. Excel).

Tölfræði og líkindareikningur II: Einkum er fjallað um normlega dreifingu og aðrar líkindadreifingar, úrtök og tölfræðilegar ályktanir, fylgni o.fl. Mikil áhersla er lögð á lausnir verkefna með aðstoð reiknitækja og tölva.

   Markmið

Nemendur

-  kunni góð skil á undirstöðuhugtökum lýsandi tölfræði

-  hafi tamið sér fjölbreytt vinnubrögð og gagnrýnin viðhorf við vinnslu tölfræðilegra gagna

-  kunni góð skil á líkindahugtakinu

-  geti nýtt einfalda líkindadreifingu sem líkan við útreikning líkinda

-  þekki grunnatriði úrtaksfræða

-  kunni að nota úrtaksdreifingu við framsetningu tölfræðilegra ályktana

-  kunni að fara með hugtökin öryggisbil, öryggismörk, skekkjumörk, öryggisstig, o.s.frv.

-  geti sett fram tilgátu og gert á henni viðeigandi tölfræðileg próf

-  geti reiknað út fylgni milli tveggja breyta

-  geti túlkað fylgnistuðla

-  geti nýtt sér tölfræðileg forrit við gagnvinnslu, prófanir og ályktanir

   Kennsluaðferðir

Kennari fer í aðalatriði texta og reiknar og útskýrir sýnidæmi eftir því sem þurfa þykir og tími vinnst til.  Annars er lögð megináhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda, að þeir lesi vel texta og leysi verkefni á eigin spýtur, vinni í hóp með öðrum að lausn verkefna. Áhersla lögð á notkun grafískra reiknivéla m.a. við lausn verkefna.

   Námsmat

Stúdentspróf er að vori úr námsefni beggja anna. Námseinkunn er fyrir próf í lok haustannar, fyrir tölvunotkun, önnur verkefni og frammistöðu á báðum önnum.


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 03.02.2004