Stærðfræði 1.N
STÆ 1N6
Stærðfræði í 1. bekk, náttúrufræðibraut
(Samsvarar STÆ 103 og STÆ 203 í Aðalnámskrá)
Námslýsing
Jöfnur, rúmfræði og hlutföll:Meginviðfangsefnin eru á sviði rúmfræði en jafnframt er talnameðferð rifjuð upp og jöfnur. Fjallað er um nokkur hugtök evklíðskrar rúmfræði og hlutverk hennar í vestrænni menningu, hnitakerfi og jöfnu beinnar línu. Áhersla er lögð á að varpa ljósi á hlutfallshugtakið frá mörgum hliðum.
Algebra og föll: Lagður er grundvöllur að skilningi á rauntalnakerfinu og fallhugtakinu ásamt góðri færni í algebru. Fjallað er um ýmsar gerðir jafna og ójafna og algebru og tugabrot í sögulegu samhengi.
Markmið
Nemendur
- geti beitt fjölbreyttum vinnubrögðum við lausn stærðfræðilegra verkefna
- geti sett upp og leyst verkefni sem fela í sér jöfnur og formúlur
- nái tökum á hlutfallshugtakinu
- öðlist færni í röksemdafærslu
- þekki nokkur undirstöðuhugtök evklíðskrar rúmfræði
- öðlist nokkra færni í því að sanna setningu eða reglu í stærðfræði
- þekki helstu reglur um einslögun, hlutföll og hornaföll í rétthyrndum þríhyrningi
- þekki undirstöðuhugtök hnitarúmfræði í sléttum fleti
- hafi góðan skilning á talnakerfinu
- hafi fullt vald á bókstafareikningi
- þekki fallhugtakið og aðgerðir á föllum
- þekki vel annars stigs margliðu og annars stigs jöfnu
- kunni að reikna með margliðum og ræðum föllum
Kennsluaðferðir
Kennari fer í aðalatriði texta og reiknar eða útskýrir sýnidæmi eftir því sem þurfa þykir og tími vinnst til. Lögð er megináhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda og því brýnt fyrir þeim að lesa vel texta og skoða eða reikna sýnidæmi. Æfingar skulu nemendur leysa sjálfir eða með aðstoð kennara ef með þarf.
Námsmat
Annareinkunnir byggjast á prófum í lok anna og vinnueinkunnum fyrir frammistöðu á hvorri önn.
|