Forsíđa > Námiđ > Orđagaldur > Prentvćnt

Ljóđ á veggjum MS

Undanfarin ár hefur Menntaskólinn viđ Sund vakiđ athygli á galdri orđsins međ ţví ađ skreyta veggi skólans međ ljóđum. Ţessi ljóđ eru á veggjum skólans starfsfólki, nemendum og gestum til ánćgju og yndisauka.


Úr Ferđalokum

 

...

 

Hélt ég ţér á hesti

í hörđum straumi

og fann til fullnustu,

blómknapp ţann gćti

ég boriđ og variđ

öll yfir ćviskeiđ.

 

 

Háa skilur hnetti

himingeimur,

blađ skilur bakka og egg.

En anda sem unnast

fćr aldregi

Eilífđ ađ skiliđ.

 

 

(Jónas Hallgrímsson)


 

Tvífundnaland

  

Ţađ er landiđ sem fannst

og týndist

og fannst svo aftur

 

Ég hef fariđ langar ferđir

um ţetta land međan

ţađ var enn týnt (vissi

ekki einusinni ađ ţađ

vćri týnt)

 

Ţar eru dimmir skógar

og djúpir dalir

og dýr međ gráan feld

sem urra og glefsa

milli trjánna

 

Fuglarnir sem fljúga

yfir í rökkrinu (ţarna

er ekkert tungl) eru

hugarburđur

 

Ţetta er landiđ sem

börnin finna

og týnist ţegar

lífiđ verđur steintré

 

Ţađ finnst óvart á ný

áđur en silfur –

ţráđurinn slitnar.

 

(Gyrđir Elíasson)


 

ćvintýri

 

Fyrir ţig

myndi ég gjarna

bera inn sólskin

í botnlausum potti

allan daginn

 

kreista sólina

svo gulir taumar

rynnu um ţig alla

 

                  (Ingunn Snćdal)

 


ORĐ 

 

                 I 

 

Orđ fljúga

frá manni til manns

fara yfir sem eldur í sinu

 

orđ bergmála

frá múr og fjalli

bók og heilaberki

 

Orđ spreingja

hljóđhimnur og tárakirtla

tilveru okkar og fjöll bernskunnar

 

Allsstađar eru orđ

 

 

(Dagur Sigurđarson)


Úr Einrćđum Starkađar

 

Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt,

sem dropi breytir veig heillar skálar.

Ţel getur snúist viđ atorđ eitt.

Ađgát skal höfđ í nćrveru sálar.

Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast

viđ biturt andsvar, gefiđ án saka.

Hve iđrar margt líf eitt augnakast

sem aldrei verđur tekiđ til baka.

 

(Einar Benediktsson)

 


Sól  tér sortna,

sígur fold í mar,

hverfa af himni

heiđar stjörnur.

Geisar eimi

viđ aldurnara,

leikur hár hiti

viđ himin sjálfan.

(Völuspá)


Andartak

Ţú dokar viđ
horfir í nćrstödd augu
hugsar um eitthvađ
- eitt andartak

iđandi fegurđ sem
lýsir upp sortann
geturđu níst ţađ prjóni?
stöđvađ ţađ á flugi?
sett ţađ undir gler?

(Ingibjörg Haraldsdóttir)


Úr Hávamálum

Vits er ţörf
ţeim er víđa ratar;
dćlt er heima hvađ.
Ađ augabragđi verđur
sá er ekki kann
og međ snortrum situr.


Ef

Ef ég ćtti 3000 bros
myndi ég hnođa úr ţeim kúlur
og kasta í andlit allra
klukkan átta
á mánudagsmorgni.

(Andir Snćr Magnason)


Menn

Menn skiptast í tvennt; harmvalda og gćfusmiđi.
Harmvaldarnir eru ágengir, metnađarfullir og stjórnsamir.
Gćfusmiđirnir eru fjölbreytilegir og hógvćrir. Nánar ţarf ekki
ađ lýsa ţeim. Ljósti af einhverri ástćđu saman harmvaldi og
gćfusmiđi ţá hugsar gćfusmiđurinn sem svo: Eins og Plátón
lít ég svo á ađ illskárra sé ađ vera kúgađur en ađ kúga.
Íslendingar orđuđu ţetta fyrrum svofelldlega: Sá vćgir sem
vitiđ hefur meira.

(Ţorgeir Rúnar Kjartansson, 1955-1998)

 

 

 

 


Menntaskólinn viđ Sund | Gnođarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgđarmađur: Már Vilhjálmsson | Ţessi síđa var síđast uppfćrđ 17.11.2008