Forsíða > Námið > Námsgreinar > Íslenska > Prentvænt

Íslenska í 3.FN

ÍSL 3F4

Íslenska í 3. bekk, félags- og náttúrufræðibraut

(Samsvarar að hluta ÍSL 303 og 403 í Aðalnámskrá)

  Námslýsing      

Nemendur lesa íslenska bókmenntasögu frá 1100 til 1900, kynnast helstu bókmennta- og menningar­straumum og stefnum og fást við tengsl máls, bókmennta og þjóðfélags á þeim tíma. Þeir kynnast höfundum og völdum textum frá sama tíma og lögð áhersla á verk og höfunda sem setja svip sinn á bókmenntaskeið þessara alda. Brennu-Njáls saga er öll lesin, kaflar úr öðrum fornsögum, dæmi af sagnadönsum, rímum, helgi­kvæðum, Passíusálmunum og öðrum bókmenntaverkum helstu skálda á þessum öldum. Nemendur fá þjálfun í bragfræði. Einnig fá þeir þjálfun í ýmiss konar ritgerðasmíð, m.a. greinaritun. Nemendur fá tækifæri til að tjá sig í ræðu og riti, m.a. um kjörbækur sem þeir velja sér til umfjöllunar.

  Markmið

Nemendur

-    lesi eina viðamikla Íslendingasögu og vinni úr henni verkefni
-    geti gert grein fyrir efni og hugmyndaheimi Brennu-Njáls sögu
-    kunni skil á persónusköpun og persónulýsingum sögunnar
-    fái innsýn í siðferði og samfélagshætti þjóðveldisaldar
-    kynni sér margmiðlunarefni tengt íslenskum fornsögum
-    kunni skil á algengum bragreglum og helstu bragarháttum
-    skilji hvað felst í hugtökunum sagnritunaröld, miðöld, 
     lærdómsöld, upplýsing, rómantík og raunsæi þegar fjallað er um
     bókmenntir           
-    lesi valda texta frá 12. öld til loka 19. aldar og átti sig á
     einkennum þeirra
-    átti sig á áhrifum erlendra menningarstrauma á íslenskar
      bókmenntir
-    geti nýtt sér sér fræðsluefni af myndböndum, hljóðsnældum,
     geisladiskum og margmiðlunarefni í tengslum við bókmenntir
     tímabilsins           
-    þjálfist í að tjá sig í ræðu og riti um valin verk og höfunda
-    skrifi blaðagrein um málefni líðandi stundar

  Námsmat

Auk prófa í annalok byggjast annareinkunnir á vinnueinkunnum með háu vægi þar sem metnar eru ritgerðir nemenda, skyndipróf og önnur verkefni auk ástundunar.


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 26.01.2007