Forsíða > Námið > Námsgreinar > Íslenska > Prentvænt

Íslenska í 3.M

ÍSL 3M6

Íslenska í 3. bekk málabraut

(Samsvarar að hluta ÍSL 303/603 og 403/613 í Aðalnámskrá.)

Námslýsing

Nemendur lesa íslenska bókmenntasögu frá 1100 til 1900, kynnast helstu bókmennta- og menningarstraumum og stefnum og fást við tengsl máls, bókmennta og þjóðfélags á þeim tíma. Þeir kynnast höfundum og völdum textum frá sama tíma og lögð áhersla á verk og höfunda sem setja svip sinn á bókmenntaskeið þessara alda. Brennu-Njáls saga er öll lesin, kaflar úr öðrum fornsögum, dæmi af sagnadönsum, rímum, helgikvæðum, Passíusálmunum og öðrum bókmenntaverkum helstu skálda á þessum öldum. Nemendur fá þjálfun í bragfræði. Einnig fá þeir þjálfun í ýmiss konar ritgerðasmíð, m.a. greinaritun. Nemendur fá tækifæri til að tjá sig í ræðu og riti, m.a. um kjörbækur sem þeir velja sér til umfjöllunar. Fjallað er um helstu hugmyndir manna um mál og málrannsóknir og lesnir fræðilegir textar um þau viðfangsefni. Nemendur þjálfast í greiningu bókmenntaverka og lestri fræðigreina um bókmenntir

Markmið

Nemendur

  • lesi eina viðamikla Íslendingasögu og vinni úr henni verkefni
  • geti gert grein fyrir efni og hugmyndaheimi Brennu-Njáls sögu
  • kunni skil á á persónusköpun og persónulýsingum sögunnar
  • fái innsýn í siðferði og samfélagshætti þjóðveldisaldar
  • kunni skil á algengum bragreglum og helstu bragarháttum
  • skilji hvað felst í hugtökunum sagnritunaröld, miðöld, lærdómsöld, upplýsing, rómantík og
  • raunsæi þegar fjallað er um bókmenntir
  • lesi valda texta frá því um 1200 til 1900 og átti sig á einkennum þeirra
  • átti sig á áhrifum erlendra menningarstrauma á íslenskar bókmenntir
  • fái tækifæri til að nýta sér fræðsluefni af myndböndum, hljóðsnældum, geisladiskum
  • og margmiðlunarefni sem unnið hefur verið í tengslum við bókmenntir tímabilsins               
  • þjálfist í að tjá sig í ræðu og riti um valin verk og höfunda
  • skrifi blaðagrein út frá nýju efni í dagblöðum
  • kynnist hugmyndum fræðimanna um uppruna máls, þróun þess og skyldleika tungumála 
  • þjálfist í að lesa fræðilegt efni um málfræði
  • kynnist hugmyndum um tungutækni og hlutverk málfræðinnar á því sviði
  • geti nýtt sér helstu bókmenntafræðileg hugtök sem tengjast skáldsögum og smásögum
  • vinni einn og/eða í hópi undir leiðsögn kennara að kynningum sem fela í sér greiningu texta, upplýsingaöflun og lestur fræðitexta
  • kynnist öðrum birtingarformum skáldskapar, t.d. leikritum, kvikmyndum og veraldarvefnum.

Námsmat

Auk prófa í annalok byggjast annareinkunnir á vinnueinkunnum með háu vægi þar sem metnar eru ritgerðir nemenda, skyndipróf og önnur verkefni, auk ástundunar.


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 26.01.2007