Forsíða > Námið > Námsgreinar > Íslenska > Prentvænt

Íslenska í 2.FN

ÍSL 2F3

Íslenska í 2. bekk, félags- og náttúrufræðibraut

(Samsvarar að hluta ÍSL 212 og ÍSL 303 í Aðalnámskrá.)

Námslýsing

Fjallað er um sögu íslenskrar tungu frá frumnorrænum tíma til nútímaíslensku. Farið í helstu mállýskur á Íslandi. Nemendur kynnast norrænni goðafræði og hugmyndaheimi norrænna manna til forna. Áhersla er lögð á eddukvæði og annan fornan kveðskap, sögu hans og einkenni, frá landnámi til 1100. Tvær nútímaskáldsögur eru lesnar. Nemendur fá þjálfun í að tjá sig munnlega og skriflega um einstaka þætti námsefnisins, enn fremur er þeim leiðbeint við skrif einnar ítarlegrar ritgerðar þar sem gerðar eru kröfur um vandaða heimildavinnu.

Markmið

Nemendur
-    kynnist uppruna og sögu íslenskrar tungu
-    átti sig á sögulegum tengslum tungumáls og menningar
-    kynni sér margmiðlunarefni tengt íslenskri málsögu
-    þekki helstu mállýskur á Íslandi
-    geti myndað sér skoðun á íslenskri málstefnu sem byggist á
      þekkingu og víðsýni
-    kynnist heimsmynd norrænnar goðafræði, viti deili á helstu
      goðum og hlutverki þeirra, vættum og öðrum átrúnaði
-    þekki forna bragarhætti, a.m.k. fornyrðislag, ljóðahátt og 
     dróttkvæðan hátt
-    átti sig á skiptingu eddukvæða í hetjukvæði og goðakvæði og
      helstu einkennum þeirra
-    kynni sér vandlega Völuspá og valdar vísur Hávamála og átti
      sig á efni og hugmyndum þeirra
-    geti gert grein fyrir efni og hugmyndum Þrymskviðu og
      Helgakviðu Hundingsbana II
-    geti skýrt 2-3 dróttkvæðar vísur og geri sér grein fyrir muninum
      á dróttkvæðum og eddukvæðum
-    þjálfist í ritgerðasmíð og annarri skriflegri tjáningu
-    beiti ferliritun (skrifað í skrefum) markvisst við ritsmíðar
-    kynnist helstu aðferðum við heimildavinnu og læri að byggja
      upp heimildaritgerð
-    fái tækifæri til að skoða myndbönd og nýta sér
      margmiðlunarefni um eddukvæði
-    lesi tvær nútímaskáldsögur og fjalli um þær skriflega og
     munnlega

Námsmat

Auk prófa í annalok byggjast annareinkunnir á vinnueinkunnum með háu vægi þar sem metnar eru ritgerðir nemenda, skyndipróf og önnur verkefni auk ástundunar.


Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43, 104 R.vík | Sími skrifstofu: 5807300 | msund hjá msund.is
Ábyrgðarmaður: Már Vilhjálmsson | Þessi síða var síðast uppfærð 26.01.2007